Úrval - 01.12.1950, Side 54
50
tfRVAL
]það var eins og utan við stöð-
ina, þar sem var sífelldur erill
fólks í allar áttir, væri auðn og
tóm. Handan við það, sem hann
sá yfir á þessari stundu, var
myrkur, tómt gímald. Hvernig
mátti þetta ske?
Kannski var þetta hitaslag,
hugsaði hann. En hingað til
hafði hann alltaf þolað vel hita.
Lestin rann af stað aftur, en
þótt hann kannaðist við hvern
blett af leiðinni jafnóðum og
þeir birtust honum, var honum
lítil huggun í því. Þarna var
litli hænsnagarðurinn bak við
trjástofnana, þarna var guli
íþróttaskálinn í brekkunni
handan við veginn . . . Tómið
vék að vísu undan, en það var
alltaf framundan, jafnkvelj-
andi og óskiljanlegt, hversu
mjög sem hann reyndi að fylla
það. Hann lokaði augunum, en
það stoðaði ekki.
Hafði hann allt í einu, án
nokkurs fyrirboða, misst minn-
ið? Æð hafði sprungið einhvers-
staðar, nokkrar taugamiðstöðv-
ar í heilanum höfðu hætt að
starfa . . . Lítill, að því er virt-
■ist óverulegur galli í líkamsvél
mannsins . . . Undir augnalok-
unum bærðust rauðar og græn-
ar myndir, svitadropar losnuðu
á enninu og kitluðu húðina.
Hann þurrkaði þá án þess að
opna augun; hann var einn af
mörgum, sem að afloknu dags-
verki óku heim með lestinni
klukkan 4.20. Miðaldra maðuiy
tekinn að grána, eitt hjól í vél-
inni — en á þessari stundu sner-
ist öll hugsunin um hann sjálf-
an, eins og umhverfið væri ekki
til. Einmitt núna var ekkert
jafn mikilvægt og spurningini
sem hann lagði fyrir sig: hafði
hann í raun og veru misst
minnið?
Þreyttur og hálf sljór þreif-
aði hann sig áfram: jú, hann
mundi glöggt hvernig hann gekk
frá bókunum klukkan fjögur
eins og venjulega, tók jakkann
sinn, sem hékk á stólbaki og
gekk út í bjart sólskinið á Salu-
torginu. Eins og venjulega gekk
hann skuggamegin götunnar, og
á leiðinni til stöðvarinnar hafði
hann mætt Stenberg; þeir kink-
uðu kolli hvor til annars. Eins
og venjulega hafði hann keypt
kvöldblaðið og stigið upp í lest-
ina — hann gat rakið þetta allt
saman án þess nokkrar eyður
væru í.
Honum létti við þetta, hanií
opnaði augun. Hann hafði ekki
alveg glatað samhengingu, og