Úrval - 01.12.1950, Side 58
54
tTRVAL
handan götunnar, var apótekið.
Hann kom auga á hurðina, á
hvítu bókstafina á gluggarúð-
unni: Apótek. Bak við rúðuna
sá hann hvítklæddan mann.
Og um leið vissi hann, að
hann hafði fundið björgunina.
Þar yrði ekki hlegið að honum,
þar myndu menn skilja hann
. . . Ef með þyrfti gat hann tal-
að við apótekarann sjálfan,
þeir voru gamlir kunningjar.
Hann fór inn.
Svalt loftið innan dyra hafði
góð áhrif á hann. Hann lagði
blaðið á borðið og þurrkaði svit-
ann af enni sér; lyfsölustúlkan
með mikla ljósa hárið kom vin-
gjarnleg til móts við hann. Hann
þekkti hana, hún hafði unnið
þarna í mörg ár. Hann gat tal-
að feimnislaust við hana um
vandræði sín.
En það leið drykklöng stund
áður en hann fann réttu orðin.
„Þannig er mál með vexti,
ungfrú, —. Þannig er mál með
vexti — það er skrítið — það
er víst hitanum að kenna, en
sjáið þér til, ungfrú, það er svo
undarlegt . . .“ Hann reyndi að
hlæja. ,,En sannleikurinn er sá,
að ég veit ekki hvar ég á heima.“
Hún horfði rannsakandi og
hálfhrædd á hann.
„Vitið þér ekki, herra Ren-
bom, hvar þér eigið heima?“
,,Nei, ungfrúin má ekki mis-
skilja mig!“ Hann bandaði óþol-
inmóður með hendinni. „Ég veit
að vísu hvar ég á heima, ég veit
um heimilisfang mitt. Og ég veit
hvernig húsið mitt lítur út, ég
man eftir konunni minni, ég
man eftir öllu! Þér megið ekki
halda að ég hafi misst minnið!
En — en — skiljið þér — ég
rata ekki heim!“
Hendur hans tóku að titra,
hann lyfti þeim upp og huldi
andlitið. Augun fylltust aftur
tárum, sem flóðu út úr og runnu
niður kinnarnar, niður á hökuna.
Það komu viprur í andlitið.
Og allt í einu brast hann í
grát. Hann hröklaðist aftur á
bak, hneig niður á bekkinn við
gluggann og snökti hátt með
hendurnar fyrir andlitinu.
Barnslega aumkunarverðum,
skrækum rómi sagði hann:
„Ég er búinn að gleyma veg-
inum heim —! Veginum . . .
Getur enginn hjálpað mér?
Góða, góða ungfrú, hjálpið mér!
Ég er búinn að gleyma vegin-
um . . . Heim!“
Hún flýtti sér fram fyrir tii
hans og gaf honum glas af vatni
og róandi lyf.