Úrval - 01.12.1950, Qupperneq 61
NÝTT LYF VIÐ MAGASÁRI
57
ur þá grein taugarinnar, sem
liggur til magans. Dr. Dragstedt
hefur gert þessa skurðaðgerð á
500 sjúklingum, og aðrir ame-
rískir læknar hafa gert þúsund-
ir slíkra aðgerða. í lang-
flestum tilfellum hefur maga-
sárið algerlega gróið eftir að
sýran hefur minnkað í magan-
um og dregið hefur úr vöðva-
samdráttum. En það kom brátt
í ljós, að skurðaðgerðin hafði
óheppileg áhrif á suma sjúkl-
inga, og hafa því ýmsir skurð-
læknar hætt að beita henni.
Sumir sjúklingarnir höfðu
áfram slæma magaverki, þó að
sárið væri gróið, aðrir fengu
þráláta ógleði, uppsölu og nið-
urgang.
En þótt skurðaðgerðin brygð-
ist þannig að nokkru leyti von-
um manna, varð hún til þess,
að hið nýja lyf, banthine,
fannst. Það hefur um alllangt
skeið verið vitað, að efni, sem
nefnist acetylcholin, þarf að
vera í taugaþráðunum í hæfi-
legu magni til þess að boð geti
borizt með tauginni víðförlu,
og því meira sem þetta efni er,
því virkari verður taugin. Ef
unnt væri að finna eitthvert
efni, sem gæti eytt þessu ace-
lylcholin, þá ætti með hjálp
þess að vera unnt að halda taug-
inni í skefjum og draga þann-
ig úr myndun magasýru án
þess að til skurðaðgerðar þyrfti
að koma.
I lyf javerksmiðju G. D. Searle
& Company í Chicago hófu
lyfjafræðingarnir leit að efni,
sem hefði áhrif aðeins á þessa
einu taug. Það varð að vera
efni, sem taka mætti inn sem
töflur og hefði ekki áhrif á
blóðið, nýrun eða nokkurt ann-
að líffæri. Eftir margra mán-
aða leit fundu lyfjafræðingarn-
ir það sem þeir voru að leita
að. Á rannsóknarstofunni gekk
það undir nafninu Sc-1730, en
seinna hlaut það nafnið banth-
ine.
Lyfið var nú sent til lækna-
deildar Dukeháskólans í Dur-
ham í Norður-Carolina þar sem
prófessor S. Grimsson* fékk
nokkra læknastúdenta sem
sjálfboðin tilraunadýr.
Lyfið stóðst prófið. I smá-
skömmtum dró það úr vöðva-
samdrætti í maganum, og í
stórum skömmtum stöðvaði það
samdrættina alveg, og var það
ótvírætt merki um, að það
* Sonur vestur-íslendingsins Guð-
mundar Grímssonar dómara. — Þýð.
8