Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 66
62
ÚRVAL
óþarfi er að kynna dr. Busch í
Oxford“. (Dynjandi lófaklapp).
„Ef starf hans er ekki jafn-
þekkt og starf vinar hans og
félaga Sigmundar Freud, þá er
það af því að dr. Busch hefur
fórnað sér alveg fyrir vísind-
in, án þess að sækjast á nokk-
urn hátt eftir lýðhylli. En í öll
þau ár, sem ég hef starfað,
hefur mér ekki þótt eins mikið
til neins koma og starfs dokt-
orsins í rússneska hernum við
Port Arthur, þar sem sál-
könnunaraðferðir hans björg-
uðu mörgum dýrmætum manns-
lífum.“
Dr. Heythrop talaði blaða-
laust og varð oft illa á í mess-
unni. Hann sagði Hume í stað-
inn fyrir Jung og Burns-Scott
í staðinn fyrir Bergson, en eng-
inn virtist taka eftir því. Aftur
á móti hélt dr. Busch sér við
handritið.
Hann talaði um persónu-
klofning og fundarmenn hlust-
uðu í algerri þögn. ,,Oft,“ sagði
hann, „hef ég talað við Freud
um þáttinn Co-aesthesia, sem
honum hættir mjög til að van-
meta. Eg endurtek: Co-aesthe-
sia; það er mjög mikilvægur
þáttur sálkönnunarinnar. Margt
af því sem starfbræður mínir
rekja til kynferðislífsins álít ég
að rekja megi til Co-aesthesia.
En hvað er þá Co-aesthesia?“
Fundarmenn teygðu hálsana.
En skýringin vafðist fyrir dr.
Busch. Samt var hann ekki í
vafa um, að Co-aesthesia væri
mjög mikilvægur þáttur sál-
könnunarinnar. „Við erum ekki
klofinn persónuleiki — við er-
um margir persónuleikar. En
sumir þessara persónuleika
grípa hver inn í annan. Þeir
geta brugðið sér í hvers annars
líki. Saman tjá þeir sameigin-
legan skilning. En einskonar
þáttur, sem öllum mönnum er
sameiginlegur, heldur þessum
persónuleikum saman. Það er
þetta, sem ég kalla Co-aesthes-
ia . . .“
„Guð! Hann er að missa
skeggið!“
Eina stúlkan, sem meðsek
var, sat á fremsta bekk. Þegar
skegg doktorsins tók að hall-
ast ískyggilega mikið, þoldi
hún ekki mátið lengur. Hún
hrópaði svo hátt, að meiri hluti
fundarmanna hlýtur að hafa
heyrt það. Emil varð lostinn
skelfingu. Honum tókst að rétta
skeggið við, og faldi sig eftir
því sem unnt var á bak við
handritið á meðan. Við hlið