Úrval - 01.12.1950, Side 68
64
ÚKVAL
dr. Heythrop mönnum að bera
fram fyrirspurnir.
„Tjáið þér yður ósammála
Freud í því, að kynferðislífið
ráði mestu um starf undirvit-
undarinnar?“ spurði einhver.
„Ég afneita á engan hátt
Freud prófessor. Hann er ná-
inn vinur minn.“ (Ákaft klapp-
að). „En mér er nær að halda,
að hann sjái stundum ekki
skóginn fyrir trjánum.“
„Getið þér sagt mér, hvernig
Wurzburgpresturinn og dreng-
urinn frá Stralsund voru sál-
greindir?"
„Þeir voru sálgreindir með
dáleiðslu.“
„Álítið þér, að Co-aesthesia
sé eitthvað utanvið og í viðbót
við heild hinna samslungnu
persónuleika mannsins?“
„Það held ég ekki. Það er
bersýnilega lausara í form-
inu . . .“
Hér var fundarstjórinn svo
tillitssamur að grípa fram í.
„Það eru sjálfsagt margir, sem
koma vildu með fleiri spurning-
ar,“ sagði hann, „en dr. Busch
þarf að ná í kvöldlestina.“
En það var ekki auðgert að
sleppa. Á leiðinni út varð dokt-
orinn að svara mörgum spurn-
ingum, afþakka kurteislega
heimboð, skrifa nafn sitt, og
ráðleggja þeim, sem mestan á-
huga sýndu, að setja sig í sam-
band við nafngreinda miðev-
rópska sálfræðinga, sem ekki
voru til.
Fyrirlesturinn var rakinn
í blaðinu Oxford Chronicle
nokkrum dögum síðar. „Dr.
Emil Busch frá háskólanum í
Tiibingen, fyrsti þýzki vísinda-
maðurinn, sem haldið hefur
fyrirlestur í Oxford eftir stríð-
ið, setti fram skoðanir sínar á
sálarfræði Freuds í viðurvist
margra áhugasamra tilheyr-
enda. Home Counties Psycho-
logical Federation hafði fengið
prófessorinn hingað. Færri
komust að en vildu. Dr. Busch
talaði ágætlega ensku og var
auðvelt að fylgjast með ræð-
unni. Því miður var alltof
naumur tími til umræðna á eft-
ir, því doktorinn þurfti að ná
kvöldlestinni. Nokkrir áheyr-
endur fylgdu honum á stöðina.“
Það gerði sem betur fer eng-
inn. Fundarstjórinn og fyrir-
lesarinn smeygðu sér inn 1 hlið-
argötu. Þeir höfðu fataskipti og
þvoðu sér heima hjá einum vini
sínum og hurfu síðan aftur tit
heimavistar sinnar.
Þar með átti málinu að vera