Úrval - 01.12.1950, Page 71
MEYJARFÆÐING
67
raunverulega verið komið í kring
— þó ekki hjá mönnum —
og á hverjum degi berast frétt-
ir um nýjar rannsóknir og nýj-
ar niðurstöður á þessu sviði,
sem raunar er ekki nýtt, því að
fyrir ármiljónum fann náttúr-
an sjálf upp á hinni náttúrulegu
Tneyjarfœðingu, sem okkur er
sagt að hafi einu sinni skeð í
mannheimi.
Meyjarfæðingu má í stuttu
máli skýra sem myndun ein-
staklings af ófrjóvguðu eggi. Á
eftir mun verða skýrt frá því
hvernig slíkt skeður, en fyrst
skulum við athuga erfðaskil-
yrði einstaklingsins, þegar hann
verður til við eðlileg skilyrði,
þ. e. við samruna eggs og sáð-
frumu. Náttúran hefur hagað
því þannig, að kynfrumurnar
hafa alltaf helmingi færri litn-
inga en aðrar frumur líkamans.
Ef litningafjöldi móðurinnar er
10, fær hver kynfruma 5 litn-
inga; sé hann 9, fær helming-
ur kynfrumanna 5 og hinn
helmingurinn 4 litninga, og við
samruna egg- og sáðfrumurnar
fær hin nýmyndaða fruma hinn
upprunalega litningafjölda aft-
ur. Með því að litningarnir eru
arfberar, fær hinn nýi einstakl-
ingur því sem næst helming
erfðaeiginleika sinna frá hvoru
foreldrinu um sig. Við skulum
snöggvast líta á hvernig þessu
er háttað hjá mönnunum. í
frumum karlmannsins eru 47
litningar, en 48 í frumum kon-
unnar. I kynfrumum karlmanns-
ins verða því ýmist 24 eða 23
litningar, en í kynfrumum kon-
unnar alltaf 24. Við samruna
fær hin nýja fruma þá annað-
hvort 47 eða 48 litninga, og eru
jafnar líkur til hvors tveggja.
Við vitum, að eggfrumurn-
ar í eggjakerfinu og sáðfrum-
urnar í eistunum skipta sér
ekki, og þessvegna getum við
ályktað, að frjóvgunin hafi
tvennskonar hlutverk: í fyrsta
lagi að koma af stað skipting-
unni, og í öðru lagi að sjá um,
að litningafjöldi hins nýja ein-
staklings verði sá sami og for-
eldranna. Hvorttveggja er mik-
ilvægt, — hið fyrra af því að
skilyrði til þess að nýr fjöl-
frumungur geti myndast er end-
urtekin skipting hinnar fyrstu
frumu, og hið síðara af því að
erfðirnar eru bundnar í litning-
unum.
Úr því að meyjarfæðingin er
í því fólgin að eggfruman byrj-
ar að skipta sér án þess að
hafa verið frjóvguð, vaknar