Úrval - 01.12.1950, Síða 72
68
ÚRVAL
spurningin, hvernig byrjar þessi
frumuskipting ? Og hvernig
geta tegundareinkennin haldizt
nokkuimveginn óbreytt úr því
að litningunum hlýtur að því
er virðist að fækka um helming
í hverri kynslóð, vegna þess að
samruni við frjóvgun hefur ekki
átt sér stað? Og hvernig geta
einstaklingsbundin sérkenni
órðið til, þegar aðeins einn ein-
staklingur stendur að æxlun-
inni?
Við skulum líta á nokkur
dæmi úr náttúrunni. Hjá ýms-
um tegundum hjóldýra er meyj-
arfæðingin daglegt fyrirbæri.
Hjóldýrin teljast til liðdýranna,
eru svo smá, að þau sjást ekki
með berum augum, og lifa í
fersku vatni, sjó eða mýrum og
mold. Kvendýr sumra tegund-
anna verpa vetrareggjum með
þykkri skel utan um, og klekj-
ast þau ekki út fyrr en eftir
ákveðið hvíldartímabil. Þessi
vetraregg frjóvgast á eðlilegan
hátt, en þau eru sérstæð að því
leyti, að úr þeim koma aðeins
kvendýr. Þessi kvendýr verpa
sumareggjum með þunnri skel,
og þroskast þau án frjóvgunar.
Aftur á móti er litningafjöld-
inn eðlilegur, og hefur eggið því
haft fulla litningatölu. Margar
slíkar kynslóðir geta komið
hver á eftir annarri yfir sum-
arið, en með haustinu fara að
koma stöku karldýr úr sumar-
eggjunum, sem hafa aðeins
hálfan litningafjölda, en hafa þó
ekki verið frjóvguð. Ef þessi
egg frjóvgast — en slíkt er
mögulegt því að karldýrunum
f jölgar nú jafn og þétt — koma
úr þeim kvendýr, þ. e. þau kven-
dýr, sem verpa vetrareggjum
og fyrst var getið um. I stuttu
máli: egg með hálfri litninga-
tölu sem ekki frjóvgast verða
karldýr, samskonar egg sem
frjóvgast og fá því fullan litn-
ingafjölda verða kvendýr, en
egg sem verða til með fullri
litningatölu verða kvendýr án
frjóvgunar. Hér er því um
tvennskonar meyjarfæðingu að
ræða, önnur úr eggjum með
fullri litningatölu, en hin úr
eggjum með hálfri litninga-
tölu.
Hjá öðrum hjóldýrum er
meyjarfæðingin alger, og raun-
ar fleiri óæðri dýrategundum.
Þar fæðast engin karldýr, að-
eins kvendýr, og þau æxlast við
meyjarfæðingu, kynslóð fram af
kynslóð, og má segja, að það
sé konuríki á hæsta stigi.
Hjá nokkrum ormategundum