Úrval - 01.12.1950, Síða 74

Úrval - 01.12.1950, Síða 74
70 ÚRVAL að framkalla meyjarfæðingu hjá konum. Ef slík fæðing án frjóvgunar tekst, sagði hann, verða börnin að vísu öll stúlku- börn. „En ég álít þó, að meyj- arfæðing muni geta gert nokk- urt gagn. Hún veitir ógiftum konum, sem ella myndu verða barnlausar, tækifæri til að eign- ast börn, og einnig giftum kon- um, sem eiga ófrjóa eiginmenn. Er meyjarfæðing ekki ákjósan- legri en sæðing, mundi eigin- maðurinn ekki frekar kjósa að konan hans ætti barn ,,alein“ heldur en með hjálp annars manns ? Það mun framtíðin leiða í ljós. í grundvallaratriðum virð- ist meyjarfæðing enganveginn óhugsandi, en auk tæknilegra erfiðleika munu ótal ný vanda- mál skapast í sambandi við hana. Af því sem að framan segir er ljóst, að meyjarfæðing er býsna algeng í dýraríkinu, og hafa þó hvergi nærri allar dýra- tegundir verið taldar til. Hjá hryggdýrunum kemur meyjar- fæðing tæpast fyrir í náttúr- unni — að minnsta kosti ekki reglulega — en hjá sumum, og þar á meðal einnig spendýrum, hefur eins og áður segir tekizt að framkalla meyjarfæðingu, og bendir það óneitanlega til, að hæfileikinn til tímgunar með meyjarfæðingu, sé ekki sérlega djúpt grafinn. En hvaða ávinning hafa dýr- in af meyjarfæðingunni og hvaða ókosti hefur hún í för með sér? Kostirnir liggja frek- ar í augum uppi og skulum við því fyrst líta á þá. Það er aug- ljóst, að viðkoman verður að öllu jöfnu miklu meiri, þegar um meyjarfæðingu er að ræða, en við kynæxlun. Öll tegundin er tóm kvendýr, og getur því hver einasti einstaklingur af sér afkvæmi í stað helmings þar sem kynæxlun á sér stað. Ann- ar kostur er sá, að tegundir sem hafa meyjarfæðingu geta auðveldlega fest bú á áður ó- byggðum svæðum, með því að aðeins einn einstaklingur þarf að komast þangað til þess að nýr stofn geti vaxið þar upp. En hjá tegundum með kynæxl- un þurfa einstaklingarnir að vera tveir, hvor af sínu kyni, eða kvendýr, sem þegar hefur frjóvgazt. Þetta er vafalaust mikilvægt ati-iði í sambandi við dýr, sem berast með ryki í loftinu og falla til jarðar vítt og breitt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.