Úrval - 01.12.1950, Síða 76
Furðusaga úr stríðinu:
Strokumaður eða stríðshetja?
Úr bókinni „All the Ships at Sea“,
eftir William J. Lederer.
DAG einn árið 1947 sat ég í
bóka- og tímaritadeild flot-
ans og var sárgramur. Starf
mitt var m. a. fólgið í því að
leiðbeina rithöfundum í flotan-
um. Ég hef yndi af að vinna með
óþekktum höfundum, sem
skrifa, en því miður láta margir
þeirra sér nægja að segja góða
sögu. Þeir koma sér aldrei að
því að skrifa. Fyrrgreindan dag
hafði ég allan morguninn hlust-
að á þrautleiðinlegar endur-
minningar, og ætlaði að fara að
læðast út til að fá mér eitthvað
að borða, þegar liðsforingi kom
inn í skrifstofuna. Hann kvaðst
starfa við dómaradeild flotans,
og þar hefði hann alveg nýlega
komizt í kynni við mál, sem
hann teldi að væri efni í góða
sögu.
„Skrifið hana þá,“ sagði ég
stuttur í spuna. „Hingað kemur
nóg af mönnum, sem vilja segja
sögur . . .“
„Ég er með bréf til yðar,“
sagði hann, „frá Hymie
O’Toole."
„Kæri Bill,
Liðsforinginn (ég er búinn að
gleyma nafninu) sem færir yður
þetta bréf, var mér samferða í
flugvél frá Pearl. Hann var þá
nýbúinn að frétta um mál fyrir
herrétti flotans, sem ég held að
sé frábært efni í sögu. Ég legg
til, að þú lofir honum að segja
þér söguna áður en hann skrifar
hana. — Kær kveðja, þinn
Hymie.“ ■
Þegar liðsforinginn hafði lok-
ið sögu sinni var mér létt í skapi
í fyrsta skipti í heila viku.
„Þetta er stórkostlegt!“ sagði
ég. „Skrifið hana — tafarlaust.
Hlaupið heim, fáið leyfi, en um-
fram allt skrifið þessa sögu und-
ir eins.“
Nokkrum dögum síðar kom
hann aftur með handritið. Hann
hafði skemmt söguna með því
að hnýta aftan við hana svo að
hún endaði vel. Hann sagði, að
það væri ósiðlegt að birta hana
eins og hún væri í veruleikan-
um. Ég var ekki á sama máli.
Þegar sjómaður í ameríska flot-
anum afrekar eitthvað, sem
flugherinn veitir honum tvo
heiðurspeninga fyrir, en flotinn
vill dæma hann í fangelsi fyrir,
á almenningur kröfu á að fá að
vita hið sanna.
En liðsforinginn vildi ekki
segja söguna eins og hún var.