Úrval - 01.12.1950, Page 88

Úrval - 01.12.1950, Page 88
84 ÚRVAL munkaríkið sé tekið að úrkynj- ast, enda sé líf þessara fimm þúsund karlmanna í hæsta máta ónáttúrlegt. Mér var þannig innanbrjósts frá þeirri stund er ég steig inn fyrir landamærin, að ég þráði að komast sem fyrst aftur til míns gamla heims, þrátt fyrir alla spillingu og hörmungar, sem þar ríkja. Eftir furðulega skamman tíma fann ég, að ég var farin að þrá að sjá konu, heyra áhyggjulausan barns- hlátur, eða jafnvel þótt ekki væri nema að sjá bregða fyrir hænu með unga. Þrátt fyrir andrúmsloft trúar og guðrækni, þrátt fyrir ævin- týraleg auðæfi, fannst mér Athos vera land dauðra en ekki lifenda. c>o ★ oo Sönn saga. Hjúkrunarkona á fæðingardeildmni var með barn í fanginu á leiðinni frarn ganginn þegar hún tók eftir því, að hurðin að stofu 4 var opin. Hún hafði alltaf gætt þess vandlega að hafa þessa hurð lokaða, því að til konunnar þar inni þurfti hún ekki. að fara með barn — það hafði fæðst andvana — eina barnið eftir margra ára bið. Hjúkrunarkonan ætlaði að fara að loka hurðinni hljóðlega, þegar kallað var til kennar: „Ó, ungfrú, lofið mér að sjá barnið!" Hjúkrunarkonan hikaði, en fór síðan inn. Allt var fullt af blómum í stofunni og konan sat uppi í rúminu í ljósrauðri nátttreyju, sem varpaði roða á vanga hennar. Aðeins augun sögðu, hvað henni leið. Hún teygði þyrstar hendur í áttina til sofandi barnsins og um leið og hún þrýsti því að sér, sagði hún: „Spyrjið mig ekki hvaðan ég veit það — en þið hafið ógifta móður hérna á deildinni." Hjúkrunarkonan kinkaði kolli „Er þetta barnið hennar?" „Já, hún er að fara heim í dag." Konan benti á stóra öskju með barnafötum. Þau voru yndis- lega falleg og sum með útsaum. „Ég bjó til mest af þeim sjálf, og mig langar til að gefa þau móður þessa barns." (Hjúkrunarkonunni varð hugsað til óásjálega fataböggulsins, sem amman hafði komið með daginn áður.) „Segið henni, að þau séu frá móður, sem muni aldrei hafa þörf fyrir þau." Og um leið og hún rétti hjúkrunarkonunni barnið sagði hún titr- andi vörum: „Og segið henni — segið henni, að ég öfundi hana." — Maud Truesdale Sampson í „Coronet".
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.