Úrval - 01.12.1950, Page 88
84
ÚRVAL
munkaríkið sé tekið að úrkynj-
ast, enda sé líf þessara fimm
þúsund karlmanna í hæsta máta
ónáttúrlegt.
Mér var þannig innanbrjósts
frá þeirri stund er ég steig inn
fyrir landamærin, að ég þráði
að komast sem fyrst aftur til
míns gamla heims, þrátt fyrir
alla spillingu og hörmungar,
sem þar ríkja. Eftir furðulega
skamman tíma fann ég, að ég
var farin að þrá að sjá konu,
heyra áhyggjulausan barns-
hlátur, eða jafnvel þótt ekki
væri nema að sjá bregða fyrir
hænu með unga.
Þrátt fyrir andrúmsloft trúar
og guðrækni, þrátt fyrir ævin-
týraleg auðæfi, fannst mér
Athos vera land dauðra en ekki
lifenda.
c>o ★ oo
Sönn saga.
Hjúkrunarkona á fæðingardeildmni var með barn í fanginu
á leiðinni frarn ganginn þegar hún tók eftir því, að hurðin að
stofu 4 var opin. Hún hafði alltaf gætt þess vandlega að hafa
þessa hurð lokaða, því að til konunnar þar inni þurfti hún ekki.
að fara með barn — það hafði fæðst andvana — eina barnið
eftir margra ára bið. Hjúkrunarkonan ætlaði að fara að loka
hurðinni hljóðlega, þegar kallað var til kennar: „Ó, ungfrú,
lofið mér að sjá barnið!"
Hjúkrunarkonan hikaði, en fór síðan inn. Allt var fullt af
blómum í stofunni og konan sat uppi í rúminu í ljósrauðri
nátttreyju, sem varpaði roða á vanga hennar. Aðeins augun
sögðu, hvað henni leið. Hún teygði þyrstar hendur í áttina til
sofandi barnsins og um leið og hún þrýsti því að sér, sagði hún:
„Spyrjið mig ekki hvaðan ég veit það — en þið hafið ógifta
móður hérna á deildinni." Hjúkrunarkonan kinkaði kolli „Er
þetta barnið hennar?"
„Já, hún er að fara heim í dag."
Konan benti á stóra öskju með barnafötum. Þau voru yndis-
lega falleg og sum með útsaum. „Ég bjó til mest af þeim
sjálf, og mig langar til að gefa þau móður þessa barns."
(Hjúkrunarkonunni varð hugsað til óásjálega fataböggulsins,
sem amman hafði komið með daginn áður.) „Segið henni, að
þau séu frá móður, sem muni aldrei hafa þörf fyrir þau." Og
um leið og hún rétti hjúkrunarkonunni barnið sagði hún titr-
andi vörum: „Og segið henni — segið henni, að ég öfundi hana."
— Maud Truesdale Sampson í „Coronet".