Úrval - 01.12.1950, Qupperneq 96
92
ÚRVAL,
Ef enginn hefur lokað þegar
öllum stokknum hefur verið
flett, veröur sá, sem næstur á
að draga, að taka allan kast-
stokkinn, ef hann getur lagt
efsta spilið við einhverja sögn
sína og meðspilara síns á borð-
inu, eða ef hann hefur tvö (eða
fleiri) samstæð spil við það á
hendinni. Ef hann tekur það
ekki, á næsti maður sama val.
Ef hann tekur stokkinn, má
hann leggja upp eins margar
samstæður og hann vill, en verð-
ur síðan að fleygja spili. Spil-
inu lýkur, þegar einhver tekur
ekki síðasta spilið, sem kastað
er annaðhvort af því að hann
vill það ekki eða getur það
ekki. Áður en við snúum okk-
ur að reikningshaldinu, skulu
nefndar nokkrar fleiri reglur.
Undir eins og spilari hefur
fengið gefinn (eða dregið sér)
rauðan þrist, verður hann að
leggja hann á borðið fyrir
framan sig eða meðspilara sinn
og taka í staðinn spil úr
stokknum, nema hann fái hann
úr kaststokk, þá dregur hann
ekki annað spil í staðinn. Rauð-
ir þristar gefa aukavinning, en
þeir teijast ekki sögn. Ef and-
stæðingar hans aftur á móti
leggja öll spil sín í einu á borð-
ið, eða loka áður en hann eða
meðspilari hans hafa getað
lagt, kemur gildi þristanna til
frádráttar sem tap.
Svartir þristar (lauf og
spaði) eru skæð vopn í kanasta.
Ef spilari kastar af sér svört-
um þristi, getur andstæðingur
hans á vinstri hönd ekki not-
fært sér kaststokkinn í þeirri
umferð. Ef spilari kastar af sér
lausaspili, frystir hann einnig
kaststokkinn, ekki aðeins fyrir
andstæðingum sínum, heldur
einnig sér og meðspilara sínum.
Má þá enginn taka kaststokk-
inn nema hann hafi á hendinni
hreina samstæðu (tvö samstæð
spil) við efsta spilið í kast-
stokknum og uppfylli að öðru
leyti nauðsynleg skilyrði til að
mega taka efsta spil úr kast-
stokk. Lausaspil efst úr kast-
stokknum má ekki taka, þó að
fyrir séu á hendinni tvö lausa-
spil. Það getur verið kænsku-
bragð, að loka stokknum með
lausaspili. Ef spilið, sem lagt
er upp í loft eftir að gefið hef-
ur verið, er tvistur, jóker eða
rauður þristur, er kaststokkur-
inn frystur frá öndverðu. Er þá
næsta spil úr stokknum lagt of-
an á, og spilið heldur áfram eins
og ef einhver spilamannanna.