Úrval - 01.12.1950, Page 99
I lllll IIII■I
BÓKIN:
Ævisaga
Conan Doyle
John Dickson Carr.
Conan Doyle er
mörgum íslendingum
kunnur af Sherlock
Holmes sögum sínum,
sem birzt hafa á víð
og dreif í tímaritum
og á undanförnum ár-
um hafa verið að
koma út í heildarút-
gáfu. Einnig munu
margir áhugamenn
um sálarrannsóknir
þekkja Conan Doyle
af bókum hans um
það efni, en hann var
einn af forvígismönn-
um spíritista í Eng-
landi áratuginn eftir
fyrri heimsstyrjöld,
þá kominn á efri ár.
Þótt Sherlock Holmes sé óefað með allra víðkunnustu sögupersónum
heimsbókmenntanna, var Conan Doyle aldrei sérstaklega upp með sér
af „faðerninu" og taldi sögurnar um hann ekki meðal merkustu verka
sinna. Metnaðarmál hans var að skrifa sígild, söguleg skáldverk. Hann
skrifaði nokkur slík verk, sem hlutu ágæta dóma, en reyndin hefur
orðið sú, að Sherlock Holmes sögurnar hafa lengst og mest haldið rit-
höfundarnafni hans á lofti. — Conan Doyle lifði manndómsár sín á
blómaskeiði brezka heimsveldisins og var alla tíð ákafur forsvars-
maður þess. Hann tók þátt í Búastríðinu 1901 sem læknir og sýndi frá-
bært þrek í baráttu við farsóttir, sem geisuðu í hernum. Honum sárn-
uðu árásirnar á breta vegna stríðsins og skrifaði varnarrit: The War:
its Cause and Conduct, sem kom út í hundruðum þúsunda eintaka, þýtt
var á erlend tungumál og dreift víða um heim. Fyrir þetta var hann
aðlaður.
''i ii
iiiiiiiiiiiiii
11 ■ ■ il n 111111 ■ ■ i ■ ii 11 n ■ ■ i ■ ■ i ii ii 11