Úrval - 01.12.1950, Page 101
ÆVISAGA A. CONAN DOYLE
97
máttlitla. Kurteis við allar kon-
ur, án tillits til stéttar eða
stöðu.“
Charles Doyle hafði vonað, að
sonur sinn yrði dugandi kaup-
sýslumaður og reikningsglögg-
ur: sem sé það, sem hann sjálf-
ur var ekki. En þessi von varð
ekki að veruleika; drengurinn
hataði reikning. Eina bókin, sem
Arthur virtist lesa, var Ivar hlú-
járn. Hann var líka mesti
áflogagikkur — og var það föð-
ur hans undrunarefni, en móð-
irin hafði gaman af, þegar
sigurvegarinn kom allur útat-
aður heim úr einhverri rimm-
unni.
Charles var nú orðið ljóst, að
honum myndi ekki ætlaður neinn
frami á sviði opinberra starfa.
Á tuttugu árum höfðu laun hans
ekki hækkað nema úr 220 pund-
um í 250 pund. Að vísu fékk
hann stundum allt að því hundr-
að pund á ári fyrir málverk sín.
Hann var húsameistari að
menntun og teiknaði meðal ann-
ars gosbrunninn við Holyrood-
höll. En hvað var orðið af öll-
um fögru framtíðardraumun-
um?
Charles Doyle gerðist fálátur
og leitaði sér fróunar í sínum
eigin hugarheimi. í augum f jöl-
skyldunnar var hann orðinn síð-
skeggjaður, framandi draum-
óramaður. Hann hætti að mála
skopmyndir, en sneri sér að dul-
arfullum og jafnvel óhugnanleg-
um viðfangsefnum. Og þenna
þungbúna sumardag var hann
einmitt að ljúka við eina slíka
vatnslitamynd.
#
Hinn ungi læknir, Arthur Co-
nan Doyle, læddist út í rökkr-
inu til þess að fægja látúnsnafn-
spjaldið, sem var fest á grind-
verkið fyrir framan húsið hans.
Margt hafði skeð síðan haust-
ið 1876, þegar hinn klunnalegi
piltur hóf nám við Edinborgar-
háskóla og skelfdi fjölskyldu
sína með því að lesa sögur Poes
upphátt á kvöldin.
Margir af prófessorunum við
háskólann voru einkennilegir ná-
ungar, en Josep Bell var þó kyn-
legastur af þeim öllum. Hann
var gamansamur á sína vísu og
gæddur frábærri ályktunar-
gáfu. Hann brýndi mjög fyrir
stúdentunum, að þeir yrðu að
nota augu og eyru, hendur og
heila við sjúkdómsgreiningar.
Arthur hafði þann starfa, að
vísa sjúklingunum inn í lækn-
ingastofuna.
„Þessi maður,“ sagði Bell til
dæmis, ,,er örfhentur skósmið-
ur.“ Síðan þagnaði hann og
horfði glottandi á hina undrandi
stúdenta.
,,Þið sjáið, herrar mínir, slit-
blettina á buxunum, þar sem
skósmiðirnir hafa skóleistinn.
Slitið er miklu meira hægra meg-
in, af því að hann notar vinstri
höndina til þess að berja leðr-
ið.“
f annað skipti sagði Bell:
„Þessi maður gljáir húsgögn.