Úrval - 01.12.1950, Síða 108

Úrval - 01.12.1950, Síða 108
104 ÚRVAL ið lyf við berklaveiki. Doyle hrað- aði sér til Berlínar, til þess að athuga málið. Hann hafði að vísu engan sérstakan áhuga á læknislyf jum við berklaveiki. En hann taldi sig mundu hafa gott af ferðinni, því að hún veitti óróleikanum í sál hans útrás. Dvölin meðal starfsbræðranna vakti hinn gamla metnað í brjósti hans. Hvers vegna fór hann ekki alfarinn frá South- sea? Hversvegna fór hann ekki til Vínarborgar, lærði þar augn- lækningar og settist síðan að í London? Hann stakk upp á þessu við konu sína dag einn í nóvember, þegar hún sat fyrir framan arininn með prjóna sína. „En hvenær eigum við að fara, Arthur?“ „Strax!“ sagði maður hennar, því að hann hefði getað lagt af stað til Timbuctoo með fimm mínútna fyrirvara. ,,Á stund- inni!“ Touie (en það var gælu- nafn Louise) var strax til í þetta. Hinn 13. desember hélt Vísindafélagið í Portsmouth Doyle kveðjusamsæti. Veizlu- stjórinn var dr. James Watson. Dr. Watson — hinn raunverulegi Watson — mælti fyrir minni vin- ar síns, dr. Conan Doyle. # Tæpu ári síðar, í desember 1891, var Arthur Conan Doyle orðinn frægur maður. Hin sjötta af hinum nýju smásögum hans, Maöurinn meö skaröið í vörina, hafði birzt í desemberhefti „Strand Magazine". Eftir að Doylehjónin komu frá Vínarborg, opnaði Arthur augnlækningastofu í Devonshire Place, þar sem þekktustu lækn- ar borgarinnar höfðu aðsetur sitt. En ekki einn einasti sjúk- lingur hringdi dyrabjöllunni hans. Hann ákvað nú að leggja læknisfræðina algerlega á hill- una og hafa ofan af fyrir sér með ritstörfum. Næsta saga hans, sem „Strand“ birti, var Hneyksli í Bæheimi. Söguhetja hins unga höfundar, leynilög- reglumaðurinn Sherlock Holmes, var nú á hvers manns vörum. Það hefur löngum verið talið, að Conan Doyle hafi í upphafi ákveðið að semja þær tólf sög- ur, er síðar birtust undir heit- inu Ævintýri Sherlock Holmes. En þetta er ekki rétt. Hann ætl- aði sér ekki að skrifa fleiri Hol- messögur en þær sex, sem hann samdi frá apríl til ágústmánað- ar árið 1891. Ritstjóri „Strand“ borgaði Doyle rúm 30 sterlingspund að meðaltali, fyrir þessar sögur og óskaði eftir að fá fleiri til birt- ingar í tímaritinu. En Conan Doyle neitaði. Hann hafði sem sé annað verkefni í huga — nýja, sögu- lega skáldsögu, svipaða „Hvítu hersveitinni“, sem hann var svo hrifinn af. En ritstjóri „Strand“ sótti það æ fastar, að Doyle héldi áfram
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.