Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 114
110
ÚRVAL
á stiganum, en kvaðst ekki hafa
notað hann í mánuð.
Þótt böndin berist þannig að
elskhuganum, trúir stúlkan á
sakleysi hans. En hún grunar
annan mann, sem hefur sótzt
eftir henni, en hefur þó engar
sannanir. Hún hefur það aðeins
á tilfinningunni, að hann sé
fantur, sem svífist einskis.
Sherlock og Watson fara til
þorpsins og athuga morðstað-
inn, ásamt lögregluforingja,
sem á að rannsaka málið. Förin
eftir stigann vekja einkum at-
hygli Holmes.Hann verður hugsi
—- lítur í kringum sig — og spyr,
hvort þarna sé nokkur staður,
þar sem hægt sé að fela fyrir-
ferðarmikinn hlut. Það kemur
í ljós, að þarna er gamall brunn-
ur, sem ekki hefur verið leit-
að í, af því að einskis var sakn-
að. Sherlock Holmes vili samt
láta rannsaka brunninn. Dreng-
ur er látinn síga niður í hann
með kerti. Áður en hann sígur,
hvíslar Holmes einhverju að
honum — og hann virðist verða
forviða. Drengurinn er látinn
síga niður og síðan dreginn upp
aftur. Hann kemur með stulta.
„Hamingjan góða!“ hrópar
lögregluforinginn, „hver hefði
getað átt von á þessu ?“ — „Ég,“
svarar Holmes. — „En hvers
vegna?“ — „Vegna þess að för-
in í jarðveginum voru eftir lóð-
réttar stengur — stiginn, sem
hallast, hefði myndað holur, sem
hölluðust að veggnum.“
(NB. Moldarskákin undir
glugganum lá að malarstíg, sem
stultarnir mynduðu engin för í.)
Þessi uppgötvun dró úr sönn-
unargildi stigans, en önnur sönn-
unargögn voru eftir.
Næsta sporið var að hafa upp
á eiganda stultanna, ef mögulegt
væri. En hann hafði verið var
um sig og ekkert upplýstist
næstu tvo daga. Pilturinn er
dæmdur fyrir morð, en Holmes
er sannfærður um sakleysi hans.
Holmes ákveður að gera síðustu
tilraun til þess að bjarga unn-
usta stúlkunnar.
Hann fer til London, en kem-
ur aftur til þorpins sama kvöld-
ið og gamli maðurinn er jarð-
aður. Holmes, Watson og lög-
regluforinginn halda til húss
þess, þar sem vonbiðillinn, sem
stúlkan grunar, á heima. Með
þeim er maður í gervi myrta
mannsins, og er hann svo líkur
honum, að vart er hægt að
greina þá sundur. Þeir eru líka
með stultana með sér. Þegar
þeir koma að húsinu, stígur dul-
búni maðurinn á stultana og
gengur að opnum svefnherberg-
isglugga mannsins, og kallar um
leið nafn hans með draugalegri
rödd. Maðurinn, sem varla er
með sjálfum sér síðan hann
framdi morðið, stekkur út að
glugganum og sér svip fórnar-
lambs síns koma gangandi á
stultum í tunglsljósinu. Hann
hörfar aftur á bak og hrópar
upp yfir sig, þegar vofan nálg-
ast gluggann og segir með sömu
draugsröddinni: „Eins og þú