Úrval - 01.12.1950, Qupperneq 118
114
ÚRVAL
f jarlægð frá akrinum var prests-
setur sveitarinnar. Campbell hélt
nú til prestssetursins ásamt
nokkrum af mönnum sínum. Ef
hann fyndi nokkurt sönnunar-
gagn, ætlaði hann að taka son
prestsins fastan.
Séra Shapurji Edalji, sem
hafði verið prestur í sókninni
í þrjátíu ár, var Indverji og til-
heyrði sértrúarmönnum þeim,
sem kallast Parsar. Þetta var
nóg til þess að gera hann illa
þokkaðan hjá sóknarbörnunum,
enda litu þau á hann sem við-
sjálsgrip. Hvernig hafði Parsi
getað orðið prestur ensku þjóð-
kirkjunnar? Enginn gat gefið
skýringu á því. Shapurji Edalji
hafði kvænzt enskri stúlku,
Charlotte Stoneman, og elztur
af þremur börnum þeirra var
hinn tuttugu og sjö ára gamli
Georg Edalji.
Georg Edalji, sem var dökkur
á hörund og með einkennilega
útstæð augu, var málafærslu-
maður í Birmingham. Klukkan
rúmlega sjö á hverjum morgni
fór hann með járnbrautarlest til
skrifstofu sinnar í borginni og
kom heim klukkan hálf sjö á
kvöldin. Georg Edalji hafði ver-
ið veiklaður í uppvextinum, en
prýðilegur námsmaður. Hann
hafði tekið ágætt próf í lögum
og hlotið verðlaun. En gáfur
þessa unga Indverja gerðu hann
ennþá viðsjárverðari en föður-
inn í augum almennings.
,,Hann er skrítinn,“ sögðu
menn. ,,Hann hvorki reykir né
drekkur. Það er eins og hann
taki ekki eftir manni, þó að
hann horfi beint á mann. Og
hvernig var það ekki í fyrra
skiptið?'1
Það var „fyrra skiptið", sem
hafði komið orðrómnum á
kreik.
Fyrir mörgum árum, þegar
Georg var í skóla, hafði mikið
verið sent af nafnlausum bréf-
um og mörg strákapör framin.
Bréfin voru send til ýmissa
manna og þar á meðal eitt til
yfirkennarans í Walsall-mennta-
skólanum. En séra Shapurji Ed-
alji varð þó fyrir mestum skrá-
veifum meðan á þessu gekk.
Nafnlausum hótunarbréfum var
laumað undir þröskulda og inn
um glugga prestssetursins. Fals-
aðar auglýsingar undir nafni
prestsins, voru settar í blöðin.
Rusli úr öskutunnum var stráð
yfir garð hans í skjóli myrkurs.
Og í eitt skipti var lykill, sem
stolið hafði verið í menntaskól-
anum, skilinn eftir á tröppum
prestssetursins.
Anson lögreglustjóri áleit, að
Georg Edalji væri sökudólgur-
inn, enda þótt ofsóknirnar beind-
ust að miklu leyti gegn fjöl-
skyldu hans. Presturinn and-
mælti þessari f jarstæðu og leiddi
rök að því, að Georg hefði ver-
ið inni hjá foreldrum sínum, þeg-
ar bréfunum var stungið undir
hurðina. En lögreglustjórinn lét
ekki sannfærast.
Atgangur þessi hætti skyndi-
lega í árslok 1895 og síðan var