Úrval - 01.12.1950, Page 124
120
ÚRVAL
skóli er tengiliður milli bréfa-
sendinganna í fyrra og seinna
skiptið. 1 fyrra skiptið fær yfir-
kennarinn bréf. Lykli er stolið
í skólanum og hann finnst á
tröppum prestssetursins. I
seinna skiptið er nafn eins nem-
andans í skólanum falsað und-
ir bréfin. Árið 1907 fæ ég sjálf-
ur bréf, sem er fullt af skömm-
um um yfirkennarann í þessum
sama skóla.
Fyrsta spor mitt í rannsókn
málsins var að kynna mér, hvort
snemma á níunda tug aldarinn-
ar hefði verið drengur í Walsall-
menntaskólanum, sem, (a) hefði
verið sérstaklega illa við yfir-
kennarann, (b) hefði haft á sér
óþokkaorð og (c) hefði seinna
farið til sjós. Og mér tókst að
fá þær upplýsingar, sem mér
nægðu, til þess að geta haft
hendur í hári hins seka.“
Á árunum 1890—92 var
drengur í Walsall Pétur Hudson
að nafni: Hann var rekinn úr
skólanum þrettán ára gamall, af
því að engin gat ráðið við hann.
Hann var mjög einkennilegur í
háttum. Hann falsaði bréf, en að
vísu mjög klaufalega. Hann var
alltaf með hníf á sér. Þegar hann
fór með lestinni á leið til skól-
ans, hafði hann gaman af að
rista áklæði sætanna með hnífn-
um.
Foreldrar Péturs höfðu oftar
en einu sinni orðið að greiða
járnbrautarfélaginu skaðabætur
vegna skemmdaverka drengsins.
I skólanum var samtímis Pétri
drengur er hét Fred Brookes,
og voru miklar erjur á milli
þeirra. Foreldrar þessa drengs
fengu fjöldamörg nafnlaus bréf
um þetta leyti. Eftir að Pétur
var rekinn úr skólanum, réðst
hann til slátrara eins og þar
lærði hann að beita hníf við
skepnur.
I desember 1895 var hann
sendur til sjós, en árið 1903 fór
hann aftur í land og settist að
nálægt Wyrley og þar bjó hann
þegar limlestingarnar dundu
yfir.
Hann hafði ennfremur verið
í tíu mánuði á gripaflutninga-
skipi. Hann kunni að fást við
skepnur, en það var mjög þýð-
ingarmikið atriði. Oð það var
vera hans á því skipi, sem varð
honum að falli.
I júlímánuði 1903 fór kona
að nafni Emily Smallking í heim-
sókn til Péturs Hudson. Smallk-
inghjónin höfðu lengi verið
kunningjar Péturs. Um þetta
leyti voru skepnumeiðingarnar
aðalumræðuefnið manna á með-
al. Frú Smallking minntist á mál-
ið við Pétur og hann ræddi um
það við hana af miklum áhuga.
Síðan gekk hann að skáp og
tók út úr honum stóra sveðju.
,,Sjáðu,“ sagði hann. með svona
vopni eru skepnurnar drepnar.“
Frú Smallking var nóg boðið.
„Farðu burt með þetta!“ sagði
hún með viðbjóði. Svo bætti hún
við: ,,Þú ætlar þó ekki að telja
mér trú um að þú sért maður-
inn?“