Úrval - 01.12.1950, Qupperneq 128
124
ÚRVAL
I dögun 22. september 1914
kom kafbáturinn U-9 auga á
þrjú brezk beitiskip, Aboukir,
Hogue og Cressy. Fyrsta tund-
urskeyti kafbátsins hæfði Abou-
kir, sem þegar tók að hallast
á stjórnborða og sökk skömmu
síðar. Hin beitiskipin sigdu þeg-
ar á vettvang, til þess að bjarga
áhöfninni, en voru líka skotin í
kaf. Fjórtán hundruð menn fór-
ust.
Almenningur í Englandi varð
bæði undrandi og reiður, er tíð-
indi þessi spurðust. Menn sögðu:
„Ef kafbátar geta gert þetta
?“
En Conan Doyle varð ekkert
undrandi. Hann hafði löngu áð-
ur gert sér ljóst, hvers megn-
ugir kafbátarnir væru. Hins
vegar fór hann að velta því
fyrir sér, hvaða ráðstafanir
væru hugsanlegar til þess að
bjarga áhöfninni í slíkum tilfell-
um.
f grein sem hann skrifaði í
blaðið „Daily Mail“, varpaði
hann fram þeirri spurningu,
hvort ekki væri hægt að fram-
leiða björgunarbelti úr gúmmí,
sem blása mætti upp.
Áður en vika var liðin, hafði
verði pöntuð ein milljón slíkra
belta. Þau voru svo fyrirferðar-
lítil, að sjómennirnir gátu haft
þau í vösunum og blásið þau upp
ef þeir þurftu á að halda.
En þetta var ekki nóg. í köldu
veðri og sjógangi yrði slíkt
björgunarbelti ef til vill ekki til
annars en að lengja þjáningar
dauðadæmds manns. Þegar or-
ustuskipinu Formidable var
sökkt með tundurskeyti á Erm-
arsundi varð Doyle ljóst, að við
svo búið mátti ekki lengur
standa.
Og hvert var bjargráð hans?
Það var gúmmíbáturinn. Gildi
þessa björgunartækis kom ekki
í ljós fyrir alvöru fyrr en í síð-
ari heimsstyrjöldinni. Bréf Doy-
les varðandi notkun gúmmí-
báta til björgunar í sjávarháska
birtist í blaðinu „Daily Chroni-
cle“ 2. febrúar 1915.
*
I ágúst 1915 lagði spíritista-
blaðið „International Psychic
Gazette" eftirfarandi spurningu
fyrir hóp kunnra manna og
kvenna: „Með hverju mynduð
þér hugga syrgjendur ? Hvernig
myuduð þér hjálpa þeim?“ Yfir
fimmtíu svör bárust. Svar Conan
Doyle var stytzt.
„Ég er hræddur um að ég
geti litla huggun veitt. Það er
tíminn einn, sem læknar sárin.“
Doyle svaraði ekki á þennan
hátt, af því að hann hafði ekki
samúð með þeim, sem höfðu orð-
ið að sjá á bak ástvinum sínum.
Það var af því að hann var
gæddur of ríkri samúð og vildi
ekki vekja tálvonir.
Heimili hans í Windlesham
var í raun og veru aðeins
smækkuð mynd af því, sem
hvarvetna var að gerast. Fyrst
féll Malcolm Leckie. Síðan féllu
þrír bræður Lily Loder-Sy-
monds, en hún var bezta vin-