Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 131

Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 131
ÆVISAGA A. CONAN DOYLE 12T skildi afstöðu þeirra betur, af því að prófessorar hafa nú einu sinni það orð á sér, að vera bæði skrítnir og viðutan. Þeir gátu leyft sér slíkt. En Conan Doyle ? Doyle hafði verið ágætur íþróttamaður, meðal annars svo góður hnefleikamaður í þunga- vigt, að honum var óhætt að berjast við hvern sem var, að undanteknum atvinnuhnefleika- mönnum. Hann hafði skapað Sherlock Holmes. I aldarfjórð- ung hafði hann verið einskonar tákn hins þrekna og þrautseiga Breta, sem hefur skynsemina að leiðarhnoða. Hvað var að manninum? Það var augljóst, að flestir vina hans hlutu að snúa við honum bakinu. Og það var ekki þeirra sök. Hver gat áfellzt þá, þó að þeir þreyttust á að hlusta á spíritistahjal hans? Aldrei framar myndi hann sitja yfir portvínsglasi í hópi vina sinna úr heimi stjórnmála og bók- mennta. Þeir höfðu sínar skoð- anir og hann sínar. En hér kom- ust engar umræður að. Hann hafði öðlast vissu. „Við verðum að vera viðbúin því, sem fólk kann að segja,“ sagði hann við Jean. „Er þér ekki sama?“ „Mér er sama um allt, ef þú finnur þig knúinn til að gera þetta.“ „Ég get ekki annað. Líf mitt hefur stefnt að þessu frá upp- hafi. Þetta er mikilvægasta mál- ið í heimi.“ Og gamla kempan, sem svo mörgum þótti vænt um, en svo fáir studdu, girti sig sverði sína fyrri síðustu orustuna. * Hann barðist í ellefu ár. Hann ferðaðist um allar jarðir, talaðí allsstaðar, skoraði á hvaða and- stæðing sem var, og undi sér engrar hvíldar. „Þetta getur ekki gengið til lengdar,“ sögðu læknar hans. „Maður á þínum aldri —.“ Á hans aldri? Hann hugsaðí aldrei um aldur sinn — aðeins um það, sem hafði áunnizt í baráttunni. Árið 1920 ferðaðist hann um Ástralíu. Árin 1922 og 1923 var hann í Bandaríkjunum. I árs- lok 1923 hafði hann ferðazt fimmtíu þúsund mílur og áheyr- endur hans voru orðnir um fjórðungur úr milljón. Hann skrifaði nokkrar Hol- messögur á þessu tímabili. Síð- asta sagan, The Adventure of Shoscombe Old Place, birtist ár- ið 1927. I þeirri sögu kveður hann konung allra leynilögreglu- manna, Sherlock Holmes, í síð- asta sinn. En hann vildi aldrei kannast við, að Holmes væri hann sjálfur. Hann skýrði aldrei frá því með berum orðum, hver væri fyrirmynd Holmes. Hann lagðí sig meira að segja í framkróka til þess að láta hann afneita öllu yfirnáttúrlegu, af því að Holmes — sem hann hafði gert að eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.