Úrval - 01.12.1950, Blaðsíða 131
ÆVISAGA A. CONAN DOYLE
12T
skildi afstöðu þeirra betur, af
því að prófessorar hafa nú einu
sinni það orð á sér, að vera bæði
skrítnir og viðutan. Þeir gátu
leyft sér slíkt. En Conan Doyle ?
Doyle hafði verið ágætur
íþróttamaður, meðal annars svo
góður hnefleikamaður í þunga-
vigt, að honum var óhætt að
berjast við hvern sem var, að
undanteknum atvinnuhnefleika-
mönnum. Hann hafði skapað
Sherlock Holmes. I aldarfjórð-
ung hafði hann verið einskonar
tákn hins þrekna og þrautseiga
Breta, sem hefur skynsemina að
leiðarhnoða.
Hvað var að manninum?
Það var augljóst, að flestir
vina hans hlutu að snúa við
honum bakinu. Og það var ekki
þeirra sök. Hver gat áfellzt þá,
þó að þeir þreyttust á að hlusta
á spíritistahjal hans? Aldrei
framar myndi hann sitja yfir
portvínsglasi í hópi vina sinna
úr heimi stjórnmála og bók-
mennta. Þeir höfðu sínar skoð-
anir og hann sínar. En hér kom-
ust engar umræður að. Hann
hafði öðlast vissu.
„Við verðum að vera viðbúin
því, sem fólk kann að segja,“
sagði hann við Jean. „Er þér
ekki sama?“
„Mér er sama um allt, ef þú
finnur þig knúinn til að gera
þetta.“
„Ég get ekki annað. Líf mitt
hefur stefnt að þessu frá upp-
hafi. Þetta er mikilvægasta mál-
ið í heimi.“
Og gamla kempan, sem svo
mörgum þótti vænt um, en svo
fáir studdu, girti sig sverði sína
fyrri síðustu orustuna.
*
Hann barðist í ellefu ár. Hann
ferðaðist um allar jarðir, talaðí
allsstaðar, skoraði á hvaða and-
stæðing sem var, og undi sér
engrar hvíldar.
„Þetta getur ekki gengið til
lengdar,“ sögðu læknar hans.
„Maður á þínum aldri —.“
Á hans aldri? Hann hugsaðí
aldrei um aldur sinn — aðeins
um það, sem hafði áunnizt í
baráttunni.
Árið 1920 ferðaðist hann um
Ástralíu. Árin 1922 og 1923 var
hann í Bandaríkjunum. I árs-
lok 1923 hafði hann ferðazt
fimmtíu þúsund mílur og áheyr-
endur hans voru orðnir um
fjórðungur úr milljón.
Hann skrifaði nokkrar Hol-
messögur á þessu tímabili. Síð-
asta sagan, The Adventure of
Shoscombe Old Place, birtist ár-
ið 1927. I þeirri sögu kveður
hann konung allra leynilögreglu-
manna, Sherlock Holmes, í síð-
asta sinn. En hann vildi aldrei
kannast við, að Holmes væri
hann sjálfur.
Hann skýrði aldrei frá því
með berum orðum, hver væri
fyrirmynd Holmes. Hann lagðí
sig meira að segja í framkróka
til þess að láta hann afneita öllu
yfirnáttúrlegu, af því að Holmes
— sem hann hafði gert að eins