Úrval - 01.12.1950, Page 135
ÞrælahaJd þekkist enn.
Framhald a£ 4. kápusíðu.
þrsela í heiminum skipti enn milj-
ónum. En auk þess eru ótaldar
miljónir, sem bua við ánauð og
átthagafjötra.
I Suður-Ameríku búa t. d. hin-
ir svonefndu peónar — en það
eru snauðir bsendur — við ánauð.
Þeir verða raunverulega þrælar
landeigenda og veðlánara, ef þeir
komast í skuld við þá. Margir
stórjarðeigendur í Suður-Ameríku
hafa allt að þúsund slíka nauð-
ungarverkamenn.
Hinir ánauðugu bændur eiga
ekkert athvarf hjá yfirvöldunum,
og ef þeir reyna að komst burtu,
eru þeir venjulega teknir fastir
með tilstyrk lögreglunnar og lok-
aðir inni í einkafangelsum stór-
bændanna.
Suðurameríski peóninn veðsetur
vinnu sína til að fá nógu stóran
landskika til að fæða fjölskyldu
sina. Hann verður að selja góss-
eigandanum það sem er umfram
brýnustu nauðþurftir. Verðið er
fastbundið, svo að peóninn losnar
aldrei úr skuldafjötrunum, og
vextir hlaðast á skuldirnar. Þeg-
ar hann deyr, flytjast eftirstöðv-
ar skuldanna yfir á börnin, sem
þá verða um leið ánauðug.
Sameinuðu þjóðirnar hafa feng-
ið þrælavandamálið til úrlausnar.
Hinar fimmtíu og níu bandalags-
þjóðir hafa verið beðnar að svara
nokkrum mikilvægum spurningum
varðandi hugsanlegt þrælahald í
löndum sínum. Búizt er við, að
samin verði einskonar frelsisskrá
þræla, sem skuldbindur sérhverja
bandalagsþjóð til aðútrýmaþræla-
haldi innan landamæra sinna.
1 Bretlandi var árið 1839 stofn-
aður félagsskapur til baráttu fyrir
afnámi þrælahalds í heiminum,
og nefnist hann British and For-
eign Anti-SIavery Society. Þræla-
hald hafði þá nýlega verið afnum-
ið með lögum í brezka heimsveld-
inu. Sá sem fyrst hóf baráttuna
fyrir afnámi þrælahaldsins var
brezki þingmaðurinn William Wil-
berforce. Hann hóf baráttu sína
1787,þá tuttugu og átta ára gamall
og hélt henni áfram í nærri fjöru-
tíu ár. Árið 1807 vann hann fyrsta
stórsigur sinn, þegar samþykkt
voru lögin um afnám þrælahalds.
En þau voru aðeins áfangi, því
að þótt bannað væri að hneppa
menn í þrældóm, var ekkert gert
til að bæta fyrir það ranglæti,
sem þegar hafði verið framið.
Hann lifði ekki að sjá lokasig-
ur baráttu sinnar. Leysingjalögin
(Emancipation Bill) voru ekki
staðfest fyrr en mánuði eftir
dauða hans. Lögin mæltu svo fyr-
ir, að öllum þrælum skyldi smám
saman gefið frelsi. Börn innan til-
tekins aldurs áttu að fá frelsi
strax, en þrælahald fullorðinna
átti að breytast í vist.
Félagsskapur sá, sem fyrr var
nefndur, hefur frá stofnun sinni
haft eftirlit með ástandinu í brezk-
um nýlendum, og hefur miklu góðu
til leiðar komið.