Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 32
so
ÚRVAL
vegsfræðingar hafa alltaf við-
nrkennt mikilvægi þeirra. Eyð-
ing húmuss (rotnandi jurta-
leifa) í jarðveginum við ræktun
hefur lengi verið mönnum á-
hyggjuefni. Lífræn efni eru oft
nefnd „líf jarðvegsins" af því
að þau eru helzta næring huldu-
gróðursins í jarðveginum, sem
breytir næringarefnum jurtanna
þannig að þau verða aðgengileg
fyrir þær. I þeim eru næstum
Öll næringarefni jurtanna. Þau
hafa geysiíeg áhrif á ræktunar-
gíldi jarðvegsins og hæfileika
hans til að drekka í sig vatn og
geyma það; og þau eru köfnun-
arefnisforðabúr. Ef köfnunar-
efnið er ekki bundið í lífrænum
efnum getur það runnið burt
með vatni og glatast þannig.
En lífræn efni í jarðveginum
nægja ekki ein til þess að gera
jarðveginn frjósaman. í fyrsta
lagi mundi allur húsdýraáburð-
ur, laufblöð, sina, hálmur og
aðrar tiltækar jurtaleifar sem
tilfalla í landinu hvergi nærri
nægja til að framleiða þá upp-
skeru sem við þörfnumst. Jarð-
vegur sem inniheldur 20—50%
lífræn efni þarfnast eigi að síð-
ur áburðar ef góð uppskera á
að fást. Jarðvegsfræðingur við
Michigan State College gerði á-
burðartilraunir á slíkum jarð-
vegi. Af reitum sem ekki var
borinn á áburður fengust 5,7
skeppur hveitis af ekru, en reit-
ir sem borinn var á fosfóráburð-
ur og kalí gáfu 29,2 skeppur af
ekru. Á sama hátt var kartöflu-
uppskera aukin úr 97 skeppum í
697, og hvítkálsuppskera úr
hálfri lest í 27 lestir.
Kenningin um hina lífrænu
ræktun leggur áherzlu á að
jurtanæring í lífrænu ástandi sé
„náttúruleg“, en verksmiðju-
áburður sé „ónáttúruleg“ jurta-
næring og þessvegna skaðleg,
ef ekki beinlínis eitruð. En sér-
hver jurtanæring, hvort sem
hún kemur úr lífrænum efnum
eða verksmiðjuáburði, er í
upphafi komin frá náttúrunni.
Uví skyldi þá önnur tegundin
vera „náttúrulegri“ en hin?
Sannleikurinn er sá, að næst-
um ekkert af þeim næringar-
efnum sem jurtin fær úr líf-
rænum efnum jarðvegsins tek-
ur hún til sín í hinu lífræna
ástandi þeirra; huldugróðurinn
í jarðveginum breytir þessum
næringarefnum í einfaldari
efnasambönd, sem jurtin getur
hagnýtt sér. Það er því fjar-
stæða að halda því fram að
köfnunarefni í verksmiðju-
áburði sé ,,eitrað“ en köfnunar-
efni úr lífrænum efnum sé heil-
næmt. Köfnunarefnið er hið
sama í báðum tilfellum.
Síðan jarðvegs- og ræktunar-
rannsóknir hófust hafa vísinda-
menn verið að rannsaka hvaða
næringarefni jurtir þarfnast og
í hvernig ástandi. Vitað er að
jurtunum eru nauðsynleg að
minnsta kosti 14 frumefni til
vaxtar og þroska. Sum þeirra,
svo sem kolefni, vetni, og súr-
efni fá þær úr loftinu. Úr jarð-