Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 100

Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 100
■98 tJRVAL hefði um margt að hugsa, og þeir létu mig í friði. Þegar komið var til Dramm- en steig ég út úr lestinni og lagði ferðapokann minn á bekk. Ég ætlaði að jafna mig dálítið, áður en ég héldi upp í bæinn. Ég hafði raunar enga þörf fyrir þennan ferðapoka; ég hafði haft hann meðferðis einungis af því að ég hafði heyrt að það væri auðveldara að fá gistingu ef maður hefði ,,fatnað“ með sér. En þessi pokaómynd úr gólfteppavoð var svo 'illa farin af sliti og elli að hún var alís ekki samboðin rithöfundi á ferðalagi, hinsvegar voru fötin mín, dökkblá jakkaföt, miklum mun ásjálegri. Hótelþjónn með bókstafi á húfunni vatt sér að mér og vildi bera pokann. Ég hafnaði því. Ég sagði, að ég hefði ekki enn tekið ákvörð- un um hvort ég dveldi á hóteli, ég ætlaði bara að hitta nokkra af ritsjórunum í bænum; ég væri maðurinn sem ætlaði að halda fyrirlestur um bókmennt- ir. Nú, hvað sem því liði þá hlyti ég að þurfa að fá mér hótelherbergi, ég yrði þó að búa einhversstaðar ? Hótelið hans væri tvímælalaust það bezta sinnar tegundar. Rafmagns- bjöllur, bað, lesstofa. Það er héma rétt hjá, upp þessa götu, svo til vinstri. Hann tók í hankann á ferða- pokanum mínum. Ég aftraði honum. Ætlaði ég þá að bera farang- ur minn sjálfur til hótelsins? Einmitt. Það hittist þannig á að ég átti samleið með honum, ég gat hengt hann á litlafingur- inn og þá fylgdist hann með mér. Þá leit maðurinn á mig og varð allt 1 einu Ijóst að ég var ekki neinn fínn herra. Hann færði sig aftur nær lestinni og skyggndist um eftir öðrum ferðamönnum; en þegar hann sá engan, kom hann aftur til mín og fór að semja við mig á nýj- an leik. Loks lét hann jafnvel á sér skilja, að það væri eigin- lega mín vegna að hann hefði komið á brautarstöðina. Nú, það var allt annað mál. Maðurinn var kannski sendur af einhverri nefnd sem hafði frétt um komu mína, ef til vill af verkamannafélaginu. And- legt líf stóð vafalaust með miklum blóma í Drammen, fólk sóttist eftir að hlusta á góða fyrirlestra, allur bærinn beið í ofnæmi. Ég vissi ekki nema Drammen væri Kristianiu frem- ri að þessu leyti. Auðvitað berið þér farangur- inn minn, sagði ég við mann- inn. Og vel á minnzt, það er auðvitað hægt að fá vín á hótel- inu, vín með matnum? Vín? Beztu tegund af víni. Gott, þér megið fara. Ég kem á eftir. Ég þarf bara að heim- sækja dagblöðin fyrst. Maðurinn horfði rannsakandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.