Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 11
ÖTILHLÝÐILEG FREISTING
9
sem að inntaki jafnast á við
mannsævi.
Þau drógust eins og segulstál
hvort að öðru.
Hvenær kviknar girnd milli
karls og konu ? Á hún sér nokk-
urt upphaf eða endi, eða er hún
ævarandi? Á þessari þrungnu
sekúndu skynjaði hún einnig
líkama Edvards. Hann var fall-
egur, ólíkur öllum öðrum líköm-
um sem hún hafði kynnzt. Eink-
um var hann ólíkur líkama
.manns hennar.
En þessi sekúnda leið hjá.
Það varð ekkert meir. Hún
spurði ekki af hverju hann
horfði svona á hana, og hann
gekk ekki í áttina til hennar.
Ekki lyfti hann heldur skófl-
unni til þess að keyra hana í
höfuð henni, eins og hann hafði
f'undið hjá sér hvöt til. Mjög
óljósa hvöt, sem flaug í gegnum
huga hans á þessari löngu sek-
úndu, en þó svo greinilega að
ekki varð umvillzt.
Andartakið leið hjá. Hann
sneri sér á hæl og gekk burt.
Hún sat kyrr í stólnum, en
henni fannst sem allt væri
nú gjörbreytt. Hún hafði á
þessu augabragði lifað skelfi-
legan veruleika. Hún vildi má
úr vitund sinni þessa reynslu,
sem ekki átti heima í lífi fall-
egrar konu sem var gift virðu-
legum borgara, húseiganda,
verkfræðingi. Átti hún að leggj-
ast í grasið með fyrrverandi
tugtuhúslim ? Tilhugsunin var
óhugnanleg.
Harald Beijer er sænskur rithöf-
undur, fæddur árið 1896. Hann var
kominn fast að fertugu þegar fyrsta
bók hans kom út, skáldsagan „Guds
ogárningsman". Fram að þeim tíma
hafði hann lagt hönd að mörgu, ver-
ið verkamaður, leikari, skrifstofu-
maður og verzlunarmaður. En eftir
útkomu fyrstu bókarinnar rak hver
skáldsagan aðra. Sögur hans eru
langar, frásögnin breið og þróttmikil.
persónu- og umhverfislýsingar skýr-
ar og sannfærandi. Hann tekur ó-
feiminn til meðferðar félagsleg og
stjórnmálaleg vandamái samtíðarinn-
ar, t. d. í „Ángaren Ráttfárdigheten"
og „Joos Riesler". Hæst rís skáld-
skapur hans í trílógíunni um Britu
Burenberg, sem kom út á árunurn
1940—43. Hún lýsir af hlífðarlausri
skarpskyggni borgaralegu þjóðfélagi
vorra tíma. — Beijer hefur einmg
náð góðum árangri sem kvikmynda-
höfundur. Hinn dramatíski frásagn-
arháttur hans nýtur sín vel í samn-
ingu kvikmynda. Af þeim bókum
hans sjálfs, sem hann hefur umsamið
fyrir kvikmyndir, ber einkum að
nefna „Brita i grosshandlarhuset".
Já. Ef litið var á málið frá
þessari hlið.
En það voru svo mörg sjón-
armið til. Á þessari eilífðarsek-
úndu hafði hún einnig skynjað
fegurðarþrá hans. Og hún lifði
áfram í henni, undir grófu neti
vitundarinnar.
Bar hún ekki þegar öllu var
á botninn hvolft ábyrgð á hon-
um? En hvað var ábyrgð? Og
með hverju ábyrgist maður?
Nei, maður lifir lífinu stund
frá stundu. Hver stund fæðir
af sér nýja. Þannig er það,
þrátt fyrir allt skraf um ábyrgð.
2