Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 52

Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 52
50 ÚRVAL venjulegu grafarinnsigli kon- unga — sjakali og fimm fang- ar. Tvennt var þó ljóst: I fyrsta lagi var hið konunglega inn- sigli sönnun þess, að gröfin hafði verið gerð fyrir mjög háttsetta persónu; og í öðru lagi voru verkamannakofarnir, sem reistir höfðu verið yfir innganginum á dögum tólftu konungsættarinnar, ótvíræð sönnun þess að grafarrónni hafði ekki verið raskað eftir þann tíma. Þessa vitneskju varð ég að láta mér nægja í bili. Þegar ég var að athuga inn- siglin, tók ég eftir því að gibsið hafði hrunið af bletti yfir dyr- unum og kom þar í ljós dyra- tré. Ég boraði gat fyrir neðan tréð, nægilega stórt fyrir vasa- ljósið mitt, og uppgötvaði þá að allur gangurinn fyrir innan var fylltur möl og grjóti frá gólfi til lofts — enn ein sönn- un þess, hve vandlega hafði ver- ið gengið frá gröfinni. Þetta var hrífandi augnablik fyrir fornleifafræðing. Eftir margra ára tiltölulega árang- urslítið starf stóð ég nú að öll- um líkindum á þröskuldi stór- kostlegrar uppgötvunar. Allt., bókstaflega allt, gat leynzt fyr- ir innan þennan gang, og ég þurfti að beita mig hörðu til þess að brjóta ekki þegar niður dymar og hefja rannsóknina tafarlaust. Einu furðaði ég mig á. Það var' hve dyraopið var lítið, samanborið við aðrar graf- ir í dalnum. Stíllinn var greini- lega frá tímum átjándu kon- ungsættarinnar. Gat þetta verið gröf einhvers stórmennis, sem hafði hlotið hér legstað með samþykki konungsins? Eða var þetta í raun og veru konungs- gröfin, sem ég hafði eytt svo mörgum árum í að leita að? Enn einu sinni athugaði ég innsiglin. En í þeim hluta dyr- anna, sem grafinn hafði verið upp, voru aðeins konunglegu innsiglin, sem áður er getið. Éf ég hefði vitað, að aðeins nokkr- um þumlungum neðar væri skýrt og greinilegt innsigli Tut-ankh- Amon, konungsins, sem ég þráði svo rnjög að finna, þá hefði ég sofið betur um nóttina og ekki þurft að kveljast af óvissu í þrjár vikur. — En nú var orðið framorðið og myrkrið skollið á. Ég fyllti aftur gatið, sem ég hafði borað á dyrnar, og valdi áreiðanlegasta verkamanninn til þess að vaka yfir gröfinni um nóttina. Síðan reið ég heim á leið í tunglsljósinu. 26. nóvember var dásamleg- asti dagurinn, sem ég hef lifað. Allan morguninn var uppgreft- inum haldið áfram, en það varð að fara gætilega, því að margir fíngerðir munir leyndust í grjótmylsnunni. Um nónbil vor- um við komnir um þrjátíu fet frá dyrunum og þar hittum við fyrir aðrar innsiglaðar dyr, nákvæmlega eins og þær fyrri. Þarna voru innsiglin ekki eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.