Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 91

Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 91
Knut Hamsun Grein úr ,,Vinduet“, eftir Sigurd Hoel. MÁNUÐI áður en önnur heimsstyrjöldin brauzt út. varð Knut Hamsun áttræður. Allur heimurinn hyllti hann. Hann var ekki aðeins dáður, hann var elskaður, sem sJcáldiö öllum öðrum framar í hópi hinna miklu rithöfunda samtíð- arinnar. Hefði hann dáið þá, mundi hafa reynzt þungbært en auð- velt að skrifa eftirmæli hans. Samúð hans með nazistum var alkunn, en hvaða máli skipti hún? Hún var ekki annað en lítill blettur á fagurri ásjónu, duttlungar mikils skálds. Nú, þegar hann er dáinn, get- um við sagt: Veslings maðurinn, hann lifði tólf árum of lengi. En jafnframt vitum við að það er alltof snemmt að skrifa eftir- mæli skáldsins og mannsins Knuts Hamsun. Síðustu ár hans voru stórbrotinn harmleikur, og í þeim harmleik erum við öll leikendur, nauðug viljug. Ekkert okkar stendur svo hátt eða álengdar að hann eða hún geti setzt í dómarasætið og kveðið upp lokadóminn. * Hinn 1. maí 1940, meðan styrjöldin í Noregi var í al- gleymingi, sendi Knut Hamsun frá sér eftirfarandi áskorun: Norðmenn: Þegar englendingar í skefjalausri villimennsku sinni réðust inn í Jöss- ingfjörð og svívirtu sjálfstæði vort, gerðuð þið ekkert. Þegar englending- ar lögðu svo tundurdufl með fram ströndum vorum til þess að færa styrjöldina inn í norskt land, höfðust þið heldur ekkert að. En þegar þjóðverjar hertóku Noreg og komu í veg fyrir að styrjöldin kæmi til landsins — þá brugðuð þið við: Þið hlupuð til stuðnings hinum landflótta konungi okkar og einka- ríkisstjórn hans og gripuð til vopna. Það stoðar ekkert þótt þið hafið náð í sína byssuna hver og froðu- fellið framan í þjóðverja: á morgun eða enhvern annan dag verður varp- að á ykkur sprengjum. England getur ekk hjálpað ykkur nema með nokkrum smáhópum hér og þar sem flakka um dalina og betla mat. Norðmenn: Kastið byssunum og haldið heim. Hann skrifaði margt þessu líkt árið 1940, sem var mikið annaár hjá honum. Þá töldu bæði hann og aðrir að hann gæti safnað um sig fylgi í allri ring- ulreiðinni. En sú hætta var lítil, eins og kom á daginn, og fór minnkandi með hverjum mán-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.