Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 98

Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 98
Taugalæknirinn sem rannsakaði Hamsun, gerir athugasemd við grein Signrds HoeL Dómurinn um Knut Hamsun Úr „Vinduet". Það er óumdeilanlegt, að hin sorg- legu örlög Knuts Hamsun, hins mikla sonar Noregs, eru okkur enn svo nærri, að erfitt er að sjá þau í réttu sögulegu ljósi. Þær tilraunir sem gerðar hafa verið til að skýra, að slíkt mikilmenni skyldi geta svikið land sitt á stund hættunnar leita allar einhliða skýringar í þrályndi skáldsins og fastheldni hans við forna samúð og andúð. Þetta kristallast í einni setningu í grein Sigurds Hoel: ,,Af rangsnú- inni tryggð sveik hann vini sína, sveik hann land sitt.“ Að sjálfsögðu er það rétt hjá Hoel, að reynsla unglings- og fyrstu manndómsáranna hefur ráðið miklu um samúð hans með Þýzkalandi og andúð hans á Ameríku og Englandi. Sú staðreynd, að fyrstu utanför sína fór hann ókeypis með þýzku skipi og hið nána samband hans við þýzka útgefendur hefur sjálfsagt ráðið miklu um það, hve hann var þýzksinnaður. En herra- dýrkunin var auk þess rík í fari hans, sem lýsir sér i aðdáun hans á ofurmenniskenningu Nietzsches. Það þarf því kannske ekki að vera okkur neitt undrunarefni, þótt hann liti ekki óblíðum augum hið verðandi „stór- germanska ríki“, undir einræðis- stjórn. Hún gæti í fljótu bragði virzt nægileg skýring á landráðum hans, einkum ef við berum saman blinda aðdáun hans á þýzku þjóðinni og áfellisdóm hans yfir hinum sjálfum- glaða ameríska þjóðremingi (í bók- inni „Fra det modeme Amerikas Aandsliv" 1889). En er þetta nægileg skýring? Eig- um við að trúa því, að þessi mikli sonur Noregs, sem hafði svo oft áð- ur sýnt hve hann var þjóðrækinn og norskur í anda, hafi svikið þjóð sina af tómu þrályndi, og í eigingjarnri fylgispekt við nazismann gerzt áróð- ursmaður herraþjóðarinnar ? Hið merkilegt er, að þeirri skýringu, sem legið hefur hendi næst síðan Noreg- ur varð aftur frjáls, hefur ekki verið sinnt — nema af fagmönnum á því sviði. Eins og kunnugt er, var óskað eftir því að dr. med. Ö. Ödegárd og undirritaður gerðu geðrannsókn á Knut Hamsun. 1 yfirlýsingu okkar, sem. undirrituð var 5. febrúar 1946, stóð m. a. að á þeim tíma, sem hann vann þau verk, er hann var ákærður fyrir og meðan á rannsókninni stóð hafi hann þjáðst af „varanlega veikl- uðum sálargáfum". Það mun vera þetta óheppilega orðalag hegningar- laganna, sem olli þeim misskilningi að „varanlegur" merki í þessu sam- bandi „ævarandi". En samkvæmt anda laganna merkir það aðeins „langvarandi", og veiklunin þarf ekki að vara lengur en ár til þess að orðalagið sé réttlætanlegt. Meðan Knut Hamsun lifði, var æ ofan í æ skorað á mig opinberlega að færa frekari sönnur á réttmæti þessara dómsorða. Af tillitssemi við skáldið, varð ég ekki við þeim áskor- unum. Mér var þvert um geð að ræða sálargáfur hans opinberlega, þótt málið sjálft væri í eðli sínu opinbert. En tilefni þess að ég rýf nú þögn- ina, er grein Sigurds Hoel í síðasta hefti „Vinduet". Hoel sýnir þar al- gert skilningsleysi sitt á hugtakinu „varanlega veiklaðar sálargáfur", en veigrar sér þó ekki við að skopast að „hinum viðurkennda en seinheppna geðveikralækni", sem sett hefur blett á skáldið. Það er ekki til þess að verja sjálfan mig, að ég ræði þetta mál hér, heldur fyrst og fremst af því að það væri orðstir Hamsuns og Noregi fyrir beztu, ef það gæti orðið Framhald á bls. 112
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.