Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 54

Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 54
52 tjrval mannkynssöguna eða leysa erfiða ráðgátu. Aldrei fyrr í sögu forleifa- fræðinnar hafði sézt jafn furðu- leg sjón og nú blasti við augum okkar í skini vasaljóssins. Gerið ykkur í hugarlund hvern- ig hlutirnir birtust okkur, þar sem við horfðum á þá gegmun gægjugatið, og létum ljósgeisl- ann — fyrsta Ijósið, sem rofið hafði myrkur grafhýsisins í þrjú þúsund ár — leika um einn hlutinn af öðrum, til þess að reyna að greina fjársjóðinn, sem var handan við dyrnar. Við urðum ruglaðir, það gekk alveg fram af okkur. Eg held, að við höfum aldrei gert okkur ljósa grein fyrir því, hvað við gætum átt von á að sjá, en vissulega hafði okkur aldrei dreymt um neitt þessu líkt — heilt safn gripa, sem sumir voru kunnug- legir en aðrir með öllu óþekkt- ir, og þessu var hrúgað hverju ofan á annað að því er virtist af algeru handahófi. Smámsaman fórum við að sjá allt betur og við gátum greint einstaka muni. Andspænis okk- ur voru þrír gullnir burðarstólar og voru hliðar þeirra útskomar í líkingu ægilegra ófreskja, sem voru einkennilega langar og mjóslegnar, af því að þær mynd- uðu hliðarfjalirnar, en höfuðin einkennilega lifandi. Þessar ófreskjur hefðu skotið manni skelk í bringu hvar sem var, en að sjá þær eins og við sáum þær, þegar glampaði á gullinn skrokk þeirra í skini vasaljóss- ins og höfuð þeirra vörpuðu kynlegum skuggum á veggina — það var óhugnanlegt. Til hægri handarstóðutvær mynda- styttur, sem vöktu athygli okk- ar, það voru tvö svört líkneski af konunginum í fullri líkams- stærð. Þau stóðu hvort á móti öðru eins og verðir, klædd gullnu pilsi og á ilskóm úr gulli, vopnuð staf og veldissprota, og með hina heilögu cobraslöngu stungna um ennið. Þetta voru helztu hlutirnir sem við komum auga á í fyrstu. En rnilli þeirra og umhverfis þá var hrúgað ótölulegum f jölda annarra gripa — fagurlega máluð og greypt skrín; alabast- ursker, sum þeirra með fögrum laufaskurði; einkennileg svört helgiskrín, en út úr einu þeirra gægðist stór, gullin slanga; lauf og biómsveigar; hvítir, fagurlega útskornir stólar; gull- greypt hásæti; hrúga af ein- kennilegum, hvítiun egglaga öskjum; sprotar af öllum gerð- um; beint fyrir neðan okkur, á þröskuldinum, fagur bikar úr gagnsæju alabastri; til vinstri handar hrúga af gullslegnum skrautvögnum á hvolfi, og bak við hana önnur líkneskja af konunginum. Þetta voru nokkrir af þeim gripum, sem blöstu við okkur. Þótt við værum ruglaðir, varð okkur þó brátt Ijóst, að í öllu þessu samsafni var hvorki líkkistu né múmíu að finna. Við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.