Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 107

Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 107
Á FYRIRLESTRARFERÐ 105- inn var: töframaðurinn með ap- ana og villidýrin. Mínar auglýsingar eru svona stórar! hélt hann áfram. Ég lími þær upp allsstaðar; þær eru með stórum bókstöfum — Haf- ið þér ekki séð bókstafina mína? Það eru líka teikningar af dýr- unum á þeim. Fyrirlestur minn fjallar um fagrar bókmenntir, andmælti ég, með öðrum orðum listir, andlega hluti. Það gef ég skít í, svaraði hann. Og hann hélt áfram óskammfeilni sinni: það væri annað mál ef þér gengjuð í þjónustu mína. Mig vantar mann til að lýsa dýrunum og ég vil helzt fá ókunnan mann, sem er ekki þekktur í bænum. Ef þekktur maður kemur fram, hrópa áhorfendurnir: Sko, þetta er hann Petterson; hvað veit hann um hitabeltisdýr ? Ég sneri mér frá manninum með þögulli fyrirlitningu. Ég gat ekki fengið mig til að svara slíkri ósvífni. Hugsið yður um! sagði for- stjórinn; takið það til athugun- ar. Ég borga fimm krónur fyr- ir kvöldið. Þá stóð ég upp af stólnum án þess að segja orð og fór út úr kjallaranum. Mér fannst það vera það eina sem ég gat gert. Forstjórinn var auðvitað hræddur við samkeppnina við mig, ég myndi draga alla áheyr- endur bæjarins til mín; hann vildi komast að samkomulagi við mig, múta mér! Aldrei! sagði ég við sjálfan mig; aldrei skal neinn fá mig til að bregð- ast andanum! Minn vegur er vegur hugsjónarinnar! * Dagurinn rann upp og kvöld- ið kom. Ég burstaði fötin mín vandlega, fór í hrein nærföt og hélt af stað til garðskálans. Klukkan var sjö. Ég hafði lesið fyrirlesturinn yfir af mikilli kostgæfni, höfuð rnitt var fullt af hinum fögru og háfleygu orðum sem ég ætlaði að segja og ég var viss um öruggan sig- ur, jafnvel síminn yrði settur í gang til þess að flytja fréttir af honum. Það rigndi; veðrið var ekki sem ákjósanlegast, en fólk sem hafði áhuga á bókmenntum myndi aldrei að eilífu láta rign- ingarskúr aftra sér. Ég mætti líka fólki á götunum, hverju parinu á fætur öðru sem gekk undir sömu regnhlíf. Ég tók raunar eftir því að það stefndi ekki í sömu átt og ég — til garðskálans. Hvert var það að fara? Æ, það var líklega al- múgafólkið í bænum. á leiðinni til alþýðuhússins og apakatt- anna. Miðasalinn var á sínum stað.. Er nokkur kominn? spurði ég. Ekki enn, svaraði hann; en það er líka rúmur hálftími til stefnu. Ég gekk inn í salinn, þennan geim þar sem fótatak mitt berg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.