Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 79

Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 79
FYRSTA SVÆFING VIÐ SKURÐLÆKNINGIJ 77 í kennsluskurðstofu ríkisspítal- ans í Boston 16. október 1846 1 viðurvist fjölda skurðlækna. Áköf löngun Mortons til að græða fé á þessu afreki sínu leiddi til málaferla, umræðna í þinginu og skipun rannsóknar- nefndar. Morton dó í fátækt 15. júlí 1868 í New Yorkborg. Etergjöf viö svœfingar. eftir William Morton. (Úr skýrslu sem prentuð var í Boston 18J/7). Þó að ýmislegt hafi verið skrifað um notkun brennisteins- eters síðan hann var fyrst reyndur við svæfingar og í ljós kom að hægt er að nota hann örugglega til að létta mikið af þeim þjáningum sem þjaka mannkynið, tel ég þörf á að birtar séu ítarlegar reglur um notkun hans, lýsingu á áhrifum hans, ónæmiseinkennum, erfið- leikunum við notkun hans og hættunum sem henni eru sam- fara, og hvernig bezt verði sigr- ast á þeim. Til þess að bæta úr þessari þörf og til þess að losa mig við að þurfa að svara bréfum sem sífellt eru að berast til mín, eru eftirfarandi leiðbeiningar skrif- aðar. I fyrsta lagi er mjög áríðandi að eterinn sé ekki aðeins laus við óhreinindi heldur að hann sé eins sterkur og unnt er. Óhreinindin gætu orðið skaðleg sjúklingnum og því sterkari sem eterinn er því fyrr verkar hann. f óhreinsuðum brenni- steinseter er vínandi, vatn, brennisteinssýra og vínolía; hann er ónothæfur til svæfinga. Til þess að gera hann hæfan til svæfinga verður að eima hann að nýju, þvo hann og þurrka hann með kalsíumklóríð. Þá hreinsast úr honum fyrrgreind óhreinindi. Næst ætla ég að skýra frá hvernig bezt er að gefa eter. Við fyrstu tilraunimar var hann oftast gefinn með því að hella honum í klút og láta sjúklinginn anda honum að sér úr klútnum. Aðferð þessi var ekki örugg og því var brátt út- búið tæki sem gaf betri og jafnari árangur. Tæki þetta er glerkúla um sex þumlunga í þvermál með tveim stútum; annar er tveir þumlungar í þvermál og er í honum svampur sem eternum er dreypt í, hinn er á hliðinni og er til að hleypa inn hreinu lofti. Andspænis þeim stút er glerpípa, þumlungur á lengd og tveir í þvermál, með þriggja þumlunga löngu munnstykki úr málmi á endanum. Á munn- stykkinu eru tvær lokur, opn- ast önnur inn í glerpípuna en hin út á hliðinni. Þegar sjúkl- ingurinn andar að sér, lokast lokan á hliðinni, en hin opnast og etermettað loft streymir of- an í sjúklinginn. Þegar hann andar frá sér, lokast lok- an inn í glerpípuna en hin opn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.