Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 56

Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 56
54 tJRVAL sveigur hafði verið lagður á táknmyndirnar á enninu. Gegn- um huluna glitti í skreytingu úr marglitu gleri, sem var greypt í hina fagurlega gerðu gyllingu skrínsins. Hingað til hafði allt gengið að óskum, en nú tókum við eftir dálitlu sem olli okkur kvíða. Annað skrínið, sem virt- ist vera frábært listaverk, eftir því sem greint varð gegnum línklæðið, bar ótvíræð merki þess að það hefði orðið fyrir áhrifum frá raka, og hin fagra skreyting þess var farin að losna hér og þar. Ég verð að játa, að þetta sló miklum óhug á okkur. Ef raki hafði komizt að múmíuskrínunum, myndi konungsmúmían sjálf vera verr farin en við höfðum vænzt. Þegar búið var að ljósmynda skrínið, tók ég blómsveigana af klæðinu og fletti því til hliðar. Það var aftur hrífandi augna- blik. Við gátum nú dáðst að hinum fegursta votti um snilli hinna fornu skrínasmiða, sem nokkurntíma hafa birzt mann- legum augum. Þetta annað múmíuskrín, sem er 6 fet og 8 þumlungar á lengd, gullslegið og skrautlega greypt útskornu, ógagnsæju gleri, er að gerð og lögun líkt hinu fyrsta. Mesta athygli vek- ur hið fíngerða handbragð og glæsilegi stíll, sem gera þetta skrín að því meistaraverki, sem það er. Þegar okkur hafði tekizt að lyfta lokinu af þessu skríni, kom þriðja múmíuskrínið í ljós. Það var sem hin fyrri gert í ímynd Osivis (Dauðaguðsins), en rauðleitu línklæði var vafið þétt utan um mestan hluta þess. Ásjónan, sem var úr skyggðu gulli, var óhulin; á háisi og brjósti lá skrautlegur kragi úr perlum og blómum, sem saumað var á pergament, og línklútur hafði verið lagður yfir höfuðbúnaðinn. Burton tók strax þær ljós- myndir, sem hann ætlaði sér og ég tók blómakragann og klæðið af skríninu. Við gátmn tæpast trúað okkar eigin aug- um: Þetta þriðja múmíuskrín, sem var 6 fet og 1% þumlung- ur á lengd, var úr skíragulli! Þarna kom skýringin á hinum feikilega þunga, sem við höfð- um ekkert skilið í. Þó að við værum búnir að fjarlægja yzta skrínið og taka lokið af hinu öðru, þá þurfti enn átta sterka menn til að lyfta því sem eftir var. Við lyftum nú báðum skrín- unum upp úr steinkistunni og fluttum þau í framhýsið, þar sem hægara var að rannsaka þau. Þegar við höfðum gert þetta, varð okkur fyrst fyrir alvöru ljóst, hvílík gersemi þessi síðasti fundur okkar var. Þetta einstæða og skrautlega rninnismerki —■ yfir 6 feta langt skrín, gert af hinni mestu snilld úr skíru gulli — var þög- ull vottur þess, hvílíku óhemju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.