Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 30

Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 30
28 tTRVAL ir svefngengillinn að komast út úr húsinu og notar til þess næsta útgang — hurð, glugga eða öryggisleið vegna eldsvoða. Ef honum tekst að komast út, heldur hann áfram göngunni þangað til hann er stöðvaður eða vaknar af draumnum. Svefngengill sem býr yfir duldri löngun til að stela eða beita ofbeldi, er vís til að gera tilraun til slíks í svefngöngu. Ótal dæmi eru um það að svefn- genglar hafi framið innbrot, morð, og jafnvel sjálfsmorð. Sérfróðir menn eru sammála um, að enda þótt svefnganga sé ekki eðlilegt fyrirbrigði og beri vott um harðvítuga innri tog- streitu, eigi hún ekkert skylt við geðbilun, og engin hætta sé á að hún leiði til geðveiklunar. Hér er aðeins um það að ræða að dulvitundin tekur við stjórn líkamans meðan vitundin sefur. Hvernig þessi „stjórnarskipti“ verða er vísindamönnum jafn- hulin ráðgáta og svefninn sjálf- ur. Dreymir konur ööruvísi drauma en karlmenn? Til að finng, svar við þessari spurn- ingu rannsökuðu sérfræðingar við háskólann í Wisconsin í Bandaríkjunum drauma karla og kvenna úr ýmsum stéttum þjóðfélagsins. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, að karl- menn dreymi yfirleitt miklu skemmtilegri drauma en konur. I draumum kvenna ber miklu meira á ótta, kvíða og skelf- ingu. Rannsóknin leiddi í ljós, að martröð var helmingi al- gengari hjá konum en körlum. Að áliti þessara sálfræðinga hneigjast konur meira til að veita kvíða, ótta og innri tog- streitu útrás í draumum sínum en karlmenn. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að draumar kvenna eru litríkari en karla. Er hœgt aö sjá hvort sof- anda mann er að dreyma eða eklá? Já. Athugið augu hans. Ef augun eru á hreyfingu und- ir augnalokunum, er nokkurn- veginn víst að hann er að dreyma. Dr. Edmund Jacobson, sem haft hefur á hendi víðtæk- ar rannsóknir á draumum og svefni við háskólann í Chicago, uppgötvaði þetta þegar hann var að rannsaka líkamleg við- ’brögð sofandi manna. Hann uppgötvaði, að þegar mann dreymir eru vöðvamir í ein- hverjum hluta líkamans í at- höfn. Oftast voru þetta augn- vöðvarnir. Næst þegar þið virðið fyrir ykkur sofandi mann, þá athug- ið hvort augun hreyfast undir augnalokunum. Ef þau era á iði, þá vekið hann gætilega — og munuð þið þá komast að raun um, að hann var að dreyma. Það er svo erfitt að hugsa, að sumir kjósa heldur að dæma. — Otto Weiss.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.