Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 4

Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 4
2 TJRVAL maðurinn11. Dagskrárefnið var framtíðarsaga H. G. Wells „Hildarleikur himintunglanna“, sem segir frá því hvernig furðu- verum frá plánetimni Mars er skotið í stórum eldflaugum til jarðarinnar þar sem þær lenda í styrjöld við mennina. I sög- urrni er styrjöldin háð í um- hverfi London, en Orson Welles staðfærði atburðina, lét mars- búana lenda í New Jersey skammt frá New York. Mars- búunum var lýst sem hryllileg- um ófreskjum, svo stórum að þeir gátu setið klofvega á Pul- aski Skyway, sem er mikil um- ferðagata byggð á turnháum stálgrindum. Tæknikunnátta þeirra var miklu meiri en mann- anna, þeir notuðu banvæn eitur- gasskeyti og dauðageisla. Dagskráin byrjaði á leik jazz- hljómsveitarinnar í Park Plaza hótelinu. Allt í einu rauf frétta- stofan leikinn og flutti auka- frétt um það að í New Jersey hefðu lent verur frá öðrum hnetti, verur sem líktust mönn- urn og væru byrjaðar að drepa fólkið. Ríkisstjórinn í New Jersey" kom strax að hljóðnem- anum og boðaði hernaðarástand og „innanríkisráðherrann“ hvatti menn sína til stillingu. Inn á milli heyrðust frásagnir sjónarvotta á þjóðvegum um straum flóttafólks til skóganna undan morðingjunum og yfir höfði þess drunur í sprengju- flugvélum marsbúa, sem vörp- uðu sprengjum sínum og ollu aauða og skelfingu meðal flótta- fólksins. Það var vissulega ekki sæt- súpa sem hér var borin á borð fyrir hlustendur, enda upplýsti þulurinn fjórum sinnum meðan á dagskránni stóð, að þetta væri skáldskapur en ekki veruleiki. En það kom í Ijós, að þessar aðvaranir voru allsendis ófull- nægjandi. Orson Welles hafði leyst úr læðingi afl sem ekkert gat stöðvað. Það sem spunnizt hafði í frjóum heila H. G. Wells varð að skelfilegum veruleika í huga þeirra hlust- enda, sem af tilviljun opnuðu fyrir þennan dagskrárlið Col- umbíaútvarpsins. Fólk sem hlustaði á útvarp í bílum sínum á leið heim úr sunnudagsferð- inni, hljóp út úr bílunum og leit- aði sér hælis í skurðum og skóg- um. Margir hlupu út úr húsum sínum með helztu verðmæti sín í fanginu. I bænum CaldWell hljóp maður úr bíl sínum inn í baptistakirkju meðan stóð á messugjörð og æpti yfir söfnuð- inn tíðindin, yfir sig komin af skelfingu, en presturinn féll á kné og hrópaði til himins um vernd. I Orange kom maður hlaup- andi inn í kvikmyndahús og hrópaði: „Óvinaflugvélar hafa hertekið ríkið. Allir út“. Húsið tæmdist á tvem mínútum. I Georgíu, einu af Suðurríkj- unum, þar sem mikið er af sér- trúarflokkum, tóku prédikarar að boða heimsendi á götunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.