Úrval - 01.10.1952, Page 4
2
TJRVAL
maðurinn11. Dagskrárefnið var
framtíðarsaga H. G. Wells
„Hildarleikur himintunglanna“,
sem segir frá því hvernig furðu-
verum frá plánetimni Mars er
skotið í stórum eldflaugum til
jarðarinnar þar sem þær lenda
í styrjöld við mennina. I sög-
urrni er styrjöldin háð í um-
hverfi London, en Orson Welles
staðfærði atburðina, lét mars-
búana lenda í New Jersey
skammt frá New York. Mars-
búunum var lýst sem hryllileg-
um ófreskjum, svo stórum að
þeir gátu setið klofvega á Pul-
aski Skyway, sem er mikil um-
ferðagata byggð á turnháum
stálgrindum. Tæknikunnátta
þeirra var miklu meiri en mann-
anna, þeir notuðu banvæn eitur-
gasskeyti og dauðageisla.
Dagskráin byrjaði á leik jazz-
hljómsveitarinnar í Park Plaza
hótelinu. Allt í einu rauf frétta-
stofan leikinn og flutti auka-
frétt um það að í New Jersey
hefðu lent verur frá öðrum
hnetti, verur sem líktust mönn-
urn og væru byrjaðar að drepa
fólkið. Ríkisstjórinn í New
Jersey" kom strax að hljóðnem-
anum og boðaði hernaðarástand
og „innanríkisráðherrann“
hvatti menn sína til stillingu.
Inn á milli heyrðust frásagnir
sjónarvotta á þjóðvegum um
straum flóttafólks til skóganna
undan morðingjunum og yfir
höfði þess drunur í sprengju-
flugvélum marsbúa, sem vörp-
uðu sprengjum sínum og ollu
aauða og skelfingu meðal flótta-
fólksins.
Það var vissulega ekki sæt-
súpa sem hér var borin á borð
fyrir hlustendur, enda upplýsti
þulurinn fjórum sinnum meðan
á dagskránni stóð, að þetta væri
skáldskapur en ekki veruleiki.
En það kom í Ijós, að þessar
aðvaranir voru allsendis ófull-
nægjandi. Orson Welles hafði
leyst úr læðingi afl sem ekkert
gat stöðvað. Það sem spunnizt
hafði í frjóum heila H. G.
Wells varð að skelfilegum
veruleika í huga þeirra hlust-
enda, sem af tilviljun opnuðu
fyrir þennan dagskrárlið Col-
umbíaútvarpsins. Fólk sem
hlustaði á útvarp í bílum sínum
á leið heim úr sunnudagsferð-
inni, hljóp út úr bílunum og leit-
aði sér hælis í skurðum og skóg-
um. Margir hlupu út úr húsum
sínum með helztu verðmæti sín
í fanginu. I bænum CaldWell
hljóp maður úr bíl sínum inn
í baptistakirkju meðan stóð á
messugjörð og æpti yfir söfnuð-
inn tíðindin, yfir sig komin af
skelfingu, en presturinn féll á
kné og hrópaði til himins um
vernd.
I Orange kom maður hlaup-
andi inn í kvikmyndahús og
hrópaði: „Óvinaflugvélar hafa
hertekið ríkið. Allir út“. Húsið
tæmdist á tvem mínútum.
I Georgíu, einu af Suðurríkj-
unum, þar sem mikið er af sér-
trúarflokkum, tóku prédikarar
að boða heimsendi á götunum.