Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 77

Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 77
HROLLVEKJAN 75 leik: tinsoldátar sem hrynja niður fyrir skotum úr bauna- byssum. Dauðinn í hrollvekj- unni er vissulega ekki síður ópersónulegur, en hann er skoð- aður í gegnum stækkunargler. Stækkunargler sem notað er af ískaldri ástríðu, sem kannar all- ar hliðar dauðastríðsins út í æs- ar og til síðasta andvarps. Og því varnarlausara sem fómardýrið er, því betra! Kon- an sem þrýstir sér æpandi upp að vegg meðan hanzkaklæddur morðinginn mjakast nær með hæðnisbros á vör, barnið sem hlustar eitt og yfirgefið í tungl- skinsbjörtu herberginu á fóta- takið sem nálgast og sér hurð- ina opnast hægt og skuggann teygja sig inn — þessi fórnardýr eru ekki sýnd aðeins til þess að spenna taugar áhorfandans til hins ýtrasta. Þau eru notuð í ákveðnum sálfræðilegum til- gangi. Með hjálp þeirra getur áhorfandinn nefnilega létt á sektarvitund sem kann að þjaka hann. Þeim getur hann af ímyndaðri einlægni helgað alla samúð sína, sem að sjálfsögðu magnast í hlutfalli við varnar- leysi fórnardýrsins. Svo getur hann rólegur, að við ekki segj- um með tandurhreinni sam- vizku, svalað æsingaþorsta sínum. Og þó kannski fyrst og fremst hinni hatursfullu of- beldishneigð sem er eins og broddar á meira eða minna dul- vitaðri vanmetakennd. Hrollvekjan er með öðrum orðum samvizkulaus spekúla- sjón í frumstæðustu hneigðum mannsins, í blundandi eyðilegg- ingarhvöt hans, dulvituðum menningarf jandskap hans. Hinn frumstæði blóðþorsti hennar kemur enn skýrar í ljós vegna hins glæsta munaðar sem er um- gerð hennar. Hún er í innsta eðli sínu ófrjó. Hún gerir mennina að fávísum glæpamönnum, móðursjúkum öskuröpum og skuggalegum slagsmálahund- um. Hún kæfir allt bros, drep- ur allar mannlegar eigindir. Hún gerir óttann, kvalalostann, þjáninguna að takmarki í sjálfu sér. Hún breytir veruleikanum í stöðuga martröð. Og um fram allt hagnýtir hún sér dauðann af kaldhyggju sem væri með öllu óskiljanleg nema af því að hún stjórnast fyrst og fremst af gróðasjónarmiði. Það skal fúslega viðurkennt, að margar hrollvekjur eru mjög vel gerðar: þeim er stjórnað af mikilli kunnáttu og þær eru frábærilega vel leiknar. En það er tóm og köld yfirborðslist sem örsjaldan á nokkuð skylt við sanna list. Og hversu kunn- áttusamleg sem ljósmyndunin er og hversu áhrifarík sem lýs- ingin er geta þær aldrei leynt þeirri staðreynd að hrollvekjan er hættuleg sem þjóðfélags- fyrirbæri. Það er kominn tími til að menn geri sér ljóst hvern þátt hún á með ísmeygileik sín- um í þeim hrottaskap sem sí- fellt gætir meir í lífi nútímans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.