Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 69
Sonarsonur Darwins hefur skrifað
bók sem hann nefnir —
Nœstu miljón árin.
Grein úr „Scientific American“,
eftir James R. Newman.
FYRIR um 20 árum skrifaði
Wiiliam Olaf Stapleton,
hugmyndaríkur enskur rithöf-
undur, bók sem hann nefndi
Last and First Men Það var
saga mannkynsins til endaloka
þess, sem höfundur ætlar að
verði eftir fimm biljónir ára.
Sagan endar á því að jörðin,
sem byggð er 18. tegund Homo
sapiens* (talið frá okkur), ferst
við það að sólin springur. Mér
er þessi bók minnistæð, og þeg-
ar ég las bók Sir Charles Dar-
wins, tók ég hana fram að nýju
og fannst mér hún þá engu
síðri en við fyrstu kynni.
I samanburði við sögu Stap-
letons eru vísindaskáldsögur nú-
tímans lágltúrulegar og rudda-
fengnar. Áhrifamáttur hennar
er ekki fólginn í bollaleggingum
um undur vísindanna, eða lýs-
ingum á þeim hamförum sem
stundum geisa í efnisheiminum,
heldur í athyglisverðri grein-
ingu á eðlisþróun mannsins
sjálfs. Viðfangsefni Stapletons
voru einkum sálrænir eiginleik-
ar tegundanna. í sögunni rís upp
* Hinn vitiborni maður.
ein menning á fætur annarri,
blómstrar og hrynur af völdum
loftslagsbreytinga, náttúruham-
fara, farsótta, heimsstyrjalda,
mnrásar marsbúa og annarra
stórslysa. Hvað eftir annað er
mannkynið að því komið að
þurrkast út; en nýjar tegundir
rísa upp, oft fremri fyrri teg-
undum að andlegu og líkam-
legu atgerfi. En hið síendur-
tekna viðlag er sagan um synda-
fallið: maðurinn unir ekki því
sem er nógu gott; fyrr eða síðar
verður hann leiður og eirðar-
laus, jafnvel í paradís. Öfund,
forvitni, þrætugirni, tortryggni,
grimmd — lyndiseinkunnir sem
sofið hafa um stund en aldrei
dáið — segja til sín aftur og
verða honum að falli.
Þráðurinn í bók Darwins
Nœstu miljón árin (The Next
Million Years) er svipaður.
Darwin, sem er kunnur eðlis-
fræðingur og sonarsonur höf-
undar þróunarkenningarinnar,
hefur ekki skrifað bók sem reist
er á ímyndunum og tómum get-
gátum. „Tímavélin" hans er
eins áreiðanlegt tæki og vis-
indaleg þekking getur í té látið.