Úrval - 01.10.1952, Page 69

Úrval - 01.10.1952, Page 69
Sonarsonur Darwins hefur skrifað bók sem hann nefnir — Nœstu miljón árin. Grein úr „Scientific American“, eftir James R. Newman. FYRIR um 20 árum skrifaði Wiiliam Olaf Stapleton, hugmyndaríkur enskur rithöf- undur, bók sem hann nefndi Last and First Men Það var saga mannkynsins til endaloka þess, sem höfundur ætlar að verði eftir fimm biljónir ára. Sagan endar á því að jörðin, sem byggð er 18. tegund Homo sapiens* (talið frá okkur), ferst við það að sólin springur. Mér er þessi bók minnistæð, og þeg- ar ég las bók Sir Charles Dar- wins, tók ég hana fram að nýju og fannst mér hún þá engu síðri en við fyrstu kynni. I samanburði við sögu Stap- letons eru vísindaskáldsögur nú- tímans lágltúrulegar og rudda- fengnar. Áhrifamáttur hennar er ekki fólginn í bollaleggingum um undur vísindanna, eða lýs- ingum á þeim hamförum sem stundum geisa í efnisheiminum, heldur í athyglisverðri grein- ingu á eðlisþróun mannsins sjálfs. Viðfangsefni Stapletons voru einkum sálrænir eiginleik- ar tegundanna. í sögunni rís upp * Hinn vitiborni maður. ein menning á fætur annarri, blómstrar og hrynur af völdum loftslagsbreytinga, náttúruham- fara, farsótta, heimsstyrjalda, mnrásar marsbúa og annarra stórslysa. Hvað eftir annað er mannkynið að því komið að þurrkast út; en nýjar tegundir rísa upp, oft fremri fyrri teg- undum að andlegu og líkam- legu atgerfi. En hið síendur- tekna viðlag er sagan um synda- fallið: maðurinn unir ekki því sem er nógu gott; fyrr eða síðar verður hann leiður og eirðar- laus, jafnvel í paradís. Öfund, forvitni, þrætugirni, tortryggni, grimmd — lyndiseinkunnir sem sofið hafa um stund en aldrei dáið — segja til sín aftur og verða honum að falli. Þráðurinn í bók Darwins Nœstu miljón árin (The Next Million Years) er svipaður. Darwin, sem er kunnur eðlis- fræðingur og sonarsonur höf- undar þróunarkenningarinnar, hefur ekki skrifað bók sem reist er á ímyndunum og tómum get- gátum. „Tímavélin" hans er eins áreiðanlegt tæki og vis- indaleg þekking getur í té látið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.