Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 40

Úrval - 01.10.1952, Blaðsíða 40
38 ÚRVAL baki gjafarinnar. Móðirin hef- ur áður spurt, hvort „Ingrid hafi soðið niður nokkra á- vexti í ár“. En þó svo væri, ætti Ingrid að geta sýnt um- burðarlyndi og látið sem ekkert væri. Það kostar svo lítið að þakka fyrir sig. En — Ingrid þakkar ekki fyrir sig. Hún finn- ur að vísu að það væri affara- sælast og einfaldast, en — það væri undanlátssemi. Ekkert verður úr því og brátt er liðinn svo langur tími að henni finnst orðið of seint að þakka. „Það væri kjánalegt". Á meðan kvelst sonurinn af kvíða og eftirvænt- ingu. Hann hittir móður sína og niðursuðuglösin eru eins og ósýnilegur veggur milli þeirra. Hann grípur til ósanninda og segir: „Ingrid þótti svo vænt um að fá ávextina.“ En móðirin heyrir að hann segir ósatt. Þess- ar þrjár fullorðnu manneskjur kveljast vikum saman vegna nokkurra ómerkilegra niður- suðuglasa. Og hversvegna ? Vegna þess að hin þögla bar- átta um glösin er ímynd tog- streitu, sem á sér djúpar, mannlegar rætur. Er hægt að gera nokkuð til að koma í veg fyrir að svona ástand skapist ? Ég veit það ekki. Nokkuð mun fengið með því að við gerum okkur ljósar þær hvatir sem stjórna gerðum okkar og tilfinningum. En það er undarlegt hve menn eru lítið dómbærir á sjálfa sig. Ég er læknir við hvíldarheimili fyrir þreytt og taugaveiklað fólk og er vanur að biðja nýja sjúklinga að ræða ekki um sjúkdóma sína og áhyggjur við aðra sjúklinga. Fjölmargar tilskipanir á veggj- unum víðsvegar á heimilinu leggja áherzlu á hið sama. Og þó verð ég í hvert skipti sem ég kem í vitjanir að hlusta á kvart- anir sjúklinga yfir því að þurfa að hlusta á sjúkdómssögur ann- arra, en enginn viðurkennir að hafa sjálfur gerzt brotlegur. Menn eru blindir í sjálfs sín sök. Þannig er ástatt um sambúðar- erfiðleikana milli tengdafor- eldra og -barna. Ég tala við alla aðila og allir sýna skilning og fullvissa mig um, að þeir hafi „gert allt til þess að ekki kæmi til árekstra" og þó er ástandið orðið þannig að ekki varð leng- ur hjá því komizt að leita ráða hjá lækni. Á þessu meini sem öðrum mun þó helzt verða ráðin bót með því að fyrirbyggja það. Koma þarf í veg fyrir að til sé hópur fólks sem á miðjum aldri finnst sér allt í einu ofaukið og að það hafi ekki neinn að lifa fyrir. Eins og málum er nú háttað er nauðsynlegt að hús- mæðurnar leiti sér áhugamála utan heimilisins í miklu ríkari mæli en nú tíðkast. Við tengdamóðurina vildi ég segja þetta: Ekkert er of gott fyrir barnið sem þú hefur alið, fóstrað og elskað, en þú hjálpar því ekki með því að benda sí- fellt á brestina í fari þess lífs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.