Úrval - 01.10.1952, Side 11

Úrval - 01.10.1952, Side 11
ÖTILHLÝÐILEG FREISTING 9 sem að inntaki jafnast á við mannsævi. Þau drógust eins og segulstál hvort að öðru. Hvenær kviknar girnd milli karls og konu ? Á hún sér nokk- urt upphaf eða endi, eða er hún ævarandi? Á þessari þrungnu sekúndu skynjaði hún einnig líkama Edvards. Hann var fall- egur, ólíkur öllum öðrum líköm- um sem hún hafði kynnzt. Eink- um var hann ólíkur líkama .manns hennar. En þessi sekúnda leið hjá. Það varð ekkert meir. Hún spurði ekki af hverju hann horfði svona á hana, og hann gekk ekki í áttina til hennar. Ekki lyfti hann heldur skófl- unni til þess að keyra hana í höfuð henni, eins og hann hafði f'undið hjá sér hvöt til. Mjög óljósa hvöt, sem flaug í gegnum huga hans á þessari löngu sek- úndu, en þó svo greinilega að ekki varð umvillzt. Andartakið leið hjá. Hann sneri sér á hæl og gekk burt. Hún sat kyrr í stólnum, en henni fannst sem allt væri nú gjörbreytt. Hún hafði á þessu augabragði lifað skelfi- legan veruleika. Hún vildi má úr vitund sinni þessa reynslu, sem ekki átti heima í lífi fall- egrar konu sem var gift virðu- legum borgara, húseiganda, verkfræðingi. Átti hún að leggj- ast í grasið með fyrrverandi tugtuhúslim ? Tilhugsunin var óhugnanleg. Harald Beijer er sænskur rithöf- undur, fæddur árið 1896. Hann var kominn fast að fertugu þegar fyrsta bók hans kom út, skáldsagan „Guds ogárningsman". Fram að þeim tíma hafði hann lagt hönd að mörgu, ver- ið verkamaður, leikari, skrifstofu- maður og verzlunarmaður. En eftir útkomu fyrstu bókarinnar rak hver skáldsagan aðra. Sögur hans eru langar, frásögnin breið og þróttmikil. persónu- og umhverfislýsingar skýr- ar og sannfærandi. Hann tekur ó- feiminn til meðferðar félagsleg og stjórnmálaleg vandamái samtíðarinn- ar, t. d. í „Ángaren Ráttfárdigheten" og „Joos Riesler". Hæst rís skáld- skapur hans í trílógíunni um Britu Burenberg, sem kom út á árunurn 1940—43. Hún lýsir af hlífðarlausri skarpskyggni borgaralegu þjóðfélagi vorra tíma. — Beijer hefur einmg náð góðum árangri sem kvikmynda- höfundur. Hinn dramatíski frásagn- arháttur hans nýtur sín vel í samn- ingu kvikmynda. Af þeim bókum hans sjálfs, sem hann hefur umsamið fyrir kvikmyndir, ber einkum að nefna „Brita i grosshandlarhuset". Já. Ef litið var á málið frá þessari hlið. En það voru svo mörg sjón- armið til. Á þessari eilífðarsek- úndu hafði hún einnig skynjað fegurðarþrá hans. Og hún lifði áfram í henni, undir grófu neti vitundarinnar. Bar hún ekki þegar öllu var á botninn hvolft ábyrgð á hon- um? En hvað var ábyrgð? Og með hverju ábyrgist maður? Nei, maður lifir lífinu stund frá stundu. Hver stund fæðir af sér nýja. Þannig er það, þrátt fyrir allt skraf um ábyrgð. 2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.