Úrval - 01.10.1952, Qupperneq 100
■98
tJRVAL
hefði um margt að hugsa, og
þeir létu mig í friði.
Þegar komið var til Dramm-
en steig ég út úr lestinni og
lagði ferðapokann minn á bekk.
Ég ætlaði að jafna mig dálítið,
áður en ég héldi upp í bæinn.
Ég hafði raunar enga þörf fyrir
þennan ferðapoka; ég hafði
haft hann meðferðis einungis
af því að ég hafði heyrt að það
væri auðveldara að fá gistingu
ef maður hefði ,,fatnað“ með
sér. En þessi pokaómynd úr
gólfteppavoð var svo 'illa farin
af sliti og elli að hún var alís
ekki samboðin rithöfundi á
ferðalagi, hinsvegar voru fötin
mín, dökkblá jakkaföt, miklum
mun ásjálegri.
Hótelþjónn með bókstafi á
húfunni vatt sér að mér og vildi
bera pokann.
Ég hafnaði því. Ég sagði, að
ég hefði ekki enn tekið ákvörð-
un um hvort ég dveldi á hóteli,
ég ætlaði bara að hitta nokkra
af ritsjórunum í bænum; ég
væri maðurinn sem ætlaði að
halda fyrirlestur um bókmennt-
ir.
Nú, hvað sem því liði þá
hlyti ég að þurfa að fá mér
hótelherbergi, ég yrði þó að búa
einhversstaðar ? Hótelið hans
væri tvímælalaust það bezta
sinnar tegundar. Rafmagns-
bjöllur, bað, lesstofa. Það er
héma rétt hjá, upp þessa götu,
svo til vinstri.
Hann tók í hankann á ferða-
pokanum mínum.
Ég aftraði honum.
Ætlaði ég þá að bera farang-
ur minn sjálfur til hótelsins?
Einmitt. Það hittist þannig á
að ég átti samleið með honum,
ég gat hengt hann á litlafingur-
inn og þá fylgdist hann með
mér.
Þá leit maðurinn á mig og
varð allt 1 einu Ijóst að ég var
ekki neinn fínn herra. Hann
færði sig aftur nær lestinni og
skyggndist um eftir öðrum
ferðamönnum; en þegar hann sá
engan, kom hann aftur til mín
og fór að semja við mig á nýj-
an leik. Loks lét hann jafnvel
á sér skilja, að það væri eigin-
lega mín vegna að hann hefði
komið á brautarstöðina.
Nú, það var allt annað mál.
Maðurinn var kannski sendur
af einhverri nefnd sem hafði
frétt um komu mína, ef til vill
af verkamannafélaginu. And-
legt líf stóð vafalaust með
miklum blóma í Drammen, fólk
sóttist eftir að hlusta á góða
fyrirlestra, allur bærinn beið í
ofnæmi. Ég vissi ekki nema
Drammen væri Kristianiu frem-
ri að þessu leyti.
Auðvitað berið þér farangur-
inn minn, sagði ég við mann-
inn. Og vel á minnzt, það er
auðvitað hægt að fá vín á hótel-
inu, vín með matnum?
Vín? Beztu tegund af víni.
Gott, þér megið fara. Ég kem
á eftir. Ég þarf bara að heim-
sækja dagblöðin fyrst.
Maðurinn horfði rannsakandi