Úrval - 01.08.1955, Page 3
REYKJAVlK
4. HEFTI 1955
14. ÁRGANGUR
Einkenni bíiaaldarinnar: Fólkið
ílýr stórborgirnar.
Stórhorgin er orðin úrelt.
Grein úr „Vi“,
eftir Nils Tbedin.
VIÐ vorum flækt í umferðar-
bendu, sem virtist án upp-
hafs og án endis. Fyrir framan
okkur, aftan okkur og til beggja
hliða stóðu bílar og einhver upp-
gjafarsljóleiki virtist hafa hel-
tekið alla bílstjórana. Og því
ekki: með flauti eða öðrum ólát-
um mundu þeir engu fá áork-
að, það mundi aðeins bera vott
um smekkleysi og slæmar taug-
ar. Við vorum lokuð inni í um-
ferðinni og umferðin var lokuð
inni í hinum þröngu götum Bost-
onborgar.
Áfangastaður okkar var að-
eins örfáa kílómetra framund-
an. Klukkan var 15 mínútur yfir
ellefu og klukkan tólf átti flug-
vélin okkar að fara til New
York. Hún mundi áreiðanlega
ekki bíða eftir tveim sænskum
farþegum, sem sátu fastir í
tregðufullri, endalausri bílabið-
röð. Ég sat sem á nálum, óró-
legur og gramur. Slæpingjarnir
á gangstéttunum lölluðu á-
hyggjulausir framhjá og hurfu
brátt úr augsýn framundan. Það
hefði verið eins gott að fara
gangandi til flugvallarins!
Einhverstaðar langt í f jarska
heyrðist í flautu umferðarlög-
reglunnar. Það fór kippur um
umferðarþvöguna, bílarnir
runnu af stað, þeir sem ekki
voru nógu fljótir, fengu óþolin-
mótt flaut í bakið. Allur hinn