Úrval - 01.08.1955, Page 5
STÖRBORGIN ER ORÐIN ÚRELT
3
Skortur á bílastæðum er tilfinnanlegur, jafnvel þótt reist séu bílastæði
upp á margar hæðir og húsþökin séu einnig notuð fyrir bílastæði.
(Myndin er frá Washington).
anjarðarferðalögin verða æ
lengri. Tilflutningur fólksins
tekur jafn langan tíma og stytt-
ing vinnutímans nemur. Með
því að umferðartafir eru tíðar
og oft langar, verður vöru-
dreifingin óhóflega dýr, og það
kemur æ berlegar í Ijós, að fá-
sinna er að eiga bíl til annars
en að flýja burt úr borginni“.
Bölsýnismennirnir — þeir,
sem hafa eyðilagt í sér maga
og taugar í umferðarbendunni
— telja, að vandinn verði ekki
leystur með því að byggja fleiri
jarðgöng og brýr. New York
sjálf er hið mikla vandamál,
hinn eiginlegi sjúklingur, um-
ferðartregðan er aðeins sjúk-
dómseinkenni. Það sem erfið-
leikunum veldur eru skýjakljúf-
arnir, hin ofboðslega samþjöpp-
un skrifstofa, vöruhúsa, verzl-
ana og skemmtistaða á litlu
svæði. Flytjið helminginn burtu,,
segja þeir, rífið niður skýja-
kljúfana eða látið þá standa
tóma sem minnisvarða um
tæknisnilli Ameríkumanna,
sjálfshreykni þeirra og furðu-
legan skort á framsýni!
Við höfðum borðað kvöldverð
hjá ungum hagfræðingi í Park
Forest, íbúðarhverfi fyrir utan