Úrval - 01.08.1955, Side 8
6
ÚRVAL
manna voru mestar, komu
1.200.000 innflytjendur til Ame-
ríku á ári. Á undanförnum ár-
um, segir í grein í tímaritinu
Fortune í fyrra, hafa álíka
margir Ameríkumenn flutt í út-
borgir árlega. Með útborgunum
er átt við hverfi þar sem fjöl-
skyldurnar búa, en heimilisfeð-
urnir sækja flestir atvinnu sína
til stórborgarinnar. Ibúar í þess-
konar útborgum eru nú helm-
ingi fleiri en árið 1934. Þær
draga fólkið til sín í vaxandi
mæli, einkum unga fólkið.
„Verða Bandaríkin um síðir ein
allsherjar útborg?“ spyr For-
tune.
Hinar stóru keðjuverzlanir og
vöruhúsin hafa fyri’r sitt leyti
svarað spurningunni. Þau flytja
út á opin svæði fyrir utan út-
borgirnar. Litlu máli skiptir
hvort íbúðarhús eru í nágrenn-
inu eða ekki. Mestu máli skipt-
ir, að nóg sé af bílastæðum.
Verzlun, sem ekki hefur nein
bílastæði í nánd við sig, er illa
sett. Táknrænt var samtal, sem
ég átti við forstjóra stórrarmat-
vöruverzlunar í borginni Superi-
or. Lega búðarinnar var hin á-
kjósanlegasta í gömlum skiln-
ingi: hún var á horni tveggja
helztu gatna borgarinnar. Verð-
lagið var samkeppnisfært og
vöruúrvalið mikið — en salan
fór minnkandi.
,,Fólk getur ekki lagt bílum
sínum hér fyrir utan,“ sagði
forstjórinn. ,,Það ekur heldur til
búðar í úthverfi þar sem það get-
ur lagt bílnum. Við fáum við
ekkert ráðið. Búðin okkar ligg-
ur of ,,centralt“, það er hvergi
rúm fyrir bílstæði.“
Sá staður, sem í gær var eftir-
sóttur verzlunarstaður, er í dag
fjötur um fót hverri verlzun
sem þar er.
Frjálst, opið svæði — það er
segullinn, sem verzlunarmenn
dragast að nú. Fyrsta skilyrðið
er að hafa bílstæði, þá verða
öll önnur vandamál auðleystari.
I útborgunum kringum New
York má nú sjá öll hin stóru
verzlunarhús. Eitt þeirra hefur
jafnvel lokað stórverzlun sinni
í hjarta New Yorkborgar. Verzl-
unin er að flytjast út úr borg-
inni — það er betra að fylgja
þróuninni af frjálsum vilja,
meðan hægt er að gera það sam-
kvæmt áætlun, heldur en að
gera það seinna, þegar þverr-
andi sala knýr menn til þess.
En það eru ekki aðeins neyt-
endurnir og búðirnar, sem flýja
þrengslin og umferðaröngþveit-
ið í hjörtum stórborganna.
Skrifstofur eru farnar að koma
á eftir: tryggingaskrif stof ur,
heildverzlanir . . . Og jafnvel
verksmiðjur líka.
Samfærsla byggðarinnar var
einu sinni afleiðing frumstæðra
flutningsskilyrða: verksmiðjur
þurftu að vera nálægt höfnum
og járnbrautum. En nú eru veg-
irnir orðnir aðalflutningaleiðin.
Verksmiðjurnar þurfa líka bíla-
stæði, á sama hátt og skrifstof-
ur og verzlanir. Eina lausnin er