Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 19

Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 19
UPPHAFSEFNIÐ 17 11(3. Þannig gerist orkufram- leiðsla alheimsins. Kjarnorku- ver hans eru hinar glóandi sól- stjörnur himingeimsins, og þær framleiða úr einu efnisgrammi eins mikla orku og vér með því að brenna nokkrum hundruðum járnbrautarvagnhlassa af kol- um. En hvað er þá orðið af lög- málinu um óbreytileik efnis- magnsins ? Ef efni getur breytzt í orku eins og í sólinni og öllum öðrum sólstjörnum, hlýtur heildarforði efnisins í heimin- um að fara minnkandi, en orku- forðinn að aukast að sama skapi, svo að virðast mætti sem lögmálið um óbreytileik efn- ismagnsins væri algerlega úr sögunni. Og sama máli virðist þá líka gegna um annað grund- vallarlögmál engu lítilsverðara, lögmálið um óbreytileik orku- forðans, sem skipslæknirinn Robert Julius Mayer bar fram fyrir hundrað árum, gerandi þar með að engu alla drauma manna um smíði eilífðarvélar (perpe- tuum mobile). Það lögmál seg- ir, að orka geti hvorki skapazt né eyðst, heldur aðeins farið úr einu gervinu í annað, — breytzt í efnisorku, hitaorku, rafmagns- orku, hreyfingarorku, geisla- orku og svo framvegis. Þessi staðreynd, sem upp- götvazt hefur á síðari áratug- um, að efni geti ummyndazt í geislaorku, virðist nú að vísu hafa numið tvö áðurnefnd lög- mál úr gildi, hvort um sig. En í raun og veru er hér um það að ræða, að þau hafa sameinazt í eitt og sama lögmál og þar með hlotið staðfestingu á nýj- um og víðtækari grundvelli. Það, sem varðveitist um aldur og ævi, óumbreytanlegt í öllum sín- um stakkaskiptum, er hvorki magn né orka út af fyrir sig, heldur summa þeirra. Það, sem tapast í magni, vinnst í orku. En hlýtur þá ekki þessi upp- lausn efnisins að leiða til „orku- dauða“ alheimsins um það er lýkur? Eða er hér um hringrás að ræða, eins og yfirleitt virð- ist eiga sér stað annars staðar í náttúrunni? Það er nú með vissu vitað, að breyting sú, sem fólgin er í útgeislun efnismagns, getur snúizt við þannig að orka getur þétzt, ef svo mætti segja, og breytzt í efni á nýjan leik. Þessi næstum því óhugnanlega hug- mynd um tilurð vægra efnis- einda úr óvægri orku reynist, þegar til kemur ekki annað en hversdagslegt náttúrufyrirbæri, eins og geimgeislarannsóknir síðari ára hafa leitt í ljós. Ljós- orkudeilar („fótónur") samein- ast og mynda efniskenndar rat- eindir, og þar með er hringrás- in fullkomnuð. Það er sameigin- leg hringrás efnis og orku. Efni getur birzt í gervi orku og örka í gervi efnis. Þetta tvennt er í raun og veru eitt og hið sama, — tvær myndbirtingar eins og sama frumveruleika, sem sé upp- hafsefnisins (prima materia).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.