Úrval - 01.08.1955, Blaðsíða 19
UPPHAFSEFNIÐ
17
11(3. Þannig gerist orkufram-
leiðsla alheimsins. Kjarnorku-
ver hans eru hinar glóandi sól-
stjörnur himingeimsins, og þær
framleiða úr einu efnisgrammi
eins mikla orku og vér með því
að brenna nokkrum hundruðum
járnbrautarvagnhlassa af kol-
um.
En hvað er þá orðið af lög-
málinu um óbreytileik efnis-
magnsins ? Ef efni getur breytzt
í orku eins og í sólinni og öllum
öðrum sólstjörnum, hlýtur
heildarforði efnisins í heimin-
um að fara minnkandi, en orku-
forðinn að aukast að sama
skapi, svo að virðast mætti sem
lögmálið um óbreytileik efn-
ismagnsins væri algerlega úr
sögunni. Og sama máli virðist
þá líka gegna um annað grund-
vallarlögmál engu lítilsverðara,
lögmálið um óbreytileik orku-
forðans, sem skipslæknirinn
Robert Julius Mayer bar fram
fyrir hundrað árum, gerandi þar
með að engu alla drauma manna
um smíði eilífðarvélar (perpe-
tuum mobile). Það lögmál seg-
ir, að orka geti hvorki skapazt
né eyðst, heldur aðeins farið úr
einu gervinu í annað, — breytzt
í efnisorku, hitaorku, rafmagns-
orku, hreyfingarorku, geisla-
orku og svo framvegis.
Þessi staðreynd, sem upp-
götvazt hefur á síðari áratug-
um, að efni geti ummyndazt í
geislaorku, virðist nú að vísu
hafa numið tvö áðurnefnd lög-
mál úr gildi, hvort um sig. En
í raun og veru er hér um það
að ræða, að þau hafa sameinazt
í eitt og sama lögmál og þar
með hlotið staðfestingu á nýj-
um og víðtækari grundvelli. Það,
sem varðveitist um aldur og
ævi, óumbreytanlegt í öllum sín-
um stakkaskiptum, er hvorki
magn né orka út af fyrir sig,
heldur summa þeirra. Það, sem
tapast í magni, vinnst í orku.
En hlýtur þá ekki þessi upp-
lausn efnisins að leiða til „orku-
dauða“ alheimsins um það er
lýkur? Eða er hér um hringrás
að ræða, eins og yfirleitt virð-
ist eiga sér stað annars staðar
í náttúrunni?
Það er nú með vissu vitað,
að breyting sú, sem fólgin er
í útgeislun efnismagns, getur
snúizt við þannig að orka getur
þétzt, ef svo mætti segja, og
breytzt í efni á nýjan leik. Þessi
næstum því óhugnanlega hug-
mynd um tilurð vægra efnis-
einda úr óvægri orku reynist,
þegar til kemur ekki annað en
hversdagslegt náttúrufyrirbæri,
eins og geimgeislarannsóknir
síðari ára hafa leitt í ljós. Ljós-
orkudeilar („fótónur") samein-
ast og mynda efniskenndar rat-
eindir, og þar með er hringrás-
in fullkomnuð. Það er sameigin-
leg hringrás efnis og orku. Efni
getur birzt í gervi orku og örka
í gervi efnis. Þetta tvennt er í
raun og veru eitt og hið sama,
— tvær myndbirtingar eins og
sama frumveruleika, sem sé upp-
hafsefnisins (prima materia).