Úrval - 01.08.1955, Síða 24

Úrval - 01.08.1955, Síða 24
22 ÚRVAL að þeirhefðu setið á, væri sá sami og í draumnum. Allt — stólarn- ir, diskarnir og matarprjónarnir — kom heim við drauminn. ,,Fé- lagi minn og ég,“ sagði hann við kökusalann, „vorum aðeins viðskiptavinir þínir í draumi. Þú ætlar þó ekki að segja mér, að við höfum borðað kökurnar?“ „Þið pöntuðuð þær,“ sagði köku- salinn, ,,og það er aðalatriðið. En eftir á að hyggja, þá tók ég eftir, að þótt þið virtust vera að borða, gekk ekkert á kökurn- ar. Ég hélt það hefði kannski verið af því, að ykkur þætti vondur laukur, en ég hafði ein- mitt sett lauk í kökurnar." Stúdentinn stóðst prófið næsta vor og þeir félagar hans, sem draumamaðurinn hafði tilgreint. * Stundum birtist draumur eins manns sem vökusýn ann- ars, og kemur það einkum fyr- ir milli nákominna. Kringum árið 700 bar svo við, að hinn kunni kínverski stjórnmálamað- ur Liu Yu-chiu, sem þá var að- eins lágt settur embættismaður heima í héraði, þurfti að fara að heiman í embættiserindum. Á heimleiðinni gekk hann fram hjá Búddamusteri og heyrði þá söng og hlátur innan úr garðin- um. Hann gægðist gegnum rifu á garðveggnum og sá hóp af ungu fólki vera að skemmta sér. Hann varð ekki lítið undrandi þegar hann sá í hópnum hina ungu konu sína, sem honum þótti mjög vænt um. Hann furð- aði sig stórlega á, að hún skyldi vera svo fjarri heimili sínu, og ætlaði inn í garðinn til hennar, en hliðið var harðlæst og enginn anzaði þótt hann berði. Hann greip þá múrsteinsbrot og kastaði því yfir vegginn. Það kvað við mikið brothljóð og á eftir heyrðist vatn renna. Þeg- ar hann gægðist gegnum rifuna, sá hann að hann hafði hitt leir- kerið stóra, sem gestirnir höfðu haft með sér til uppþvottar. Fólk- ið varáflótta í allaráttirogbrátt voru allir horfnir úr augsýn. Honum tókst nú að klifra yfir vegginn, en hvernig sem hann leitaði, fann hann engan, og var þó eina hliðið á garðinum enn harðlæst. Hann flýtti sér heim og þegar þangað kom var hon- um sagt, að konan hans væri í rúminu. Hún kom brátt fram til að heilsa honum og stundar- korni síðar sagði hún: „Mig dreymdi undarlegan draum rétt áðan. Mig dreymdi að ég væri í skemmtiferð með mörgu ungu fólki og við áðum í garði Búdda- musteris. Allt í einu kastaði ein- hver steini yfir vegginn. Hann lenti í miðju leirtauinu, allt komst í uppnám og ég vaknaði með andfælum.“ * Árið 759 (þessar undarlegu draumasögur eru allar mjög ná. kvæmlega tímasettar) bar svo við, að embættismaður, Hsieh Wei að nafni, sem legið hafði með hitasótt dögum saman og bylt sér svefnlaus í rúminu, féll
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.