Úrval - 01.08.1955, Side 43

Úrval - 01.08.1955, Side 43
FRAMTlÐIN — OPIN BÓK? 41 •us — Michel de Nostradamus, og fæddist í desember 1503 í St. Rémy, smábæ í Provencehéraði í Frakklandi. Fjölskyldan var af gyðingaættum og hafði skömmu áður gerzt kristin. Fað- ir hans var skjalaritari og afi hans, Pierre de Notre Dame, hirðlæknir René hins góða, kon- ungs af Navarra. Góðir hæfileikar Michels komu í ljós þegar á uppvaxtarárun- um —■ á sumum sviðum var hann blátt áfram snillingur — og það var því ákveðið, að hann skyldi nema við háskólann í Avignon. Seinna, eftir að hann hafði ákveðið að lesa læknis- fræði, fór hann til Montpellier, en þar var á þeim tímum bezti læknaskóli landsins (þar voru krufin lík þegar árið 1366 — en jafnvel á dögum Nostradam- usar var slíkt fátítt annars- staðar). Nostradamus varð brátt einn af duglegustu nemendum há- skólans, en var jafnframt eink- ar vel að sér í himneskum fyrir- brigðum: gangi stjarna og plán- eta ■—■ og áhrifum þeirra á líf mannanna. Áhugi á þessum fyr- irbrigðum var ekki einsdæmi á þeim tímum, þegar stjörnuspeki og önnur yfirnáttúrleg vísindi stóðu með miklum blóma. I Par. ís einni voru um 30.000 stjörnu- spekingar, spámenn, töframenn og gullgerðarmenn — auk þeirra, sem fastráðnir voru við hirðina. Hlutverk hirðstjörnu- spekinganna var m. a. að lesa úr stjörnunum forlög konung- legra persóna. En Nostradamus ætlaði að verða læknir, og það varð hann. Frægð sína sem læknir hlaut hann þegar hinar miklu pestir geisuðu í Suðurfrakklandi. Hver borgin á fætur annarri gerði boð eftir honum — og árum saman var hann á sífelldu ferðalagi — elskaður af fólkinu, sem hann læknaði og illa séður af starfs- bræðrum sínum. Eftir tíu ára flakk ákvað hann, árið 1547, að finna sér fastan samastað og festa ráð sitt. Hann valdi sér smábæinn Salon í Provence. Um þetta leyti hófst sá tími á ævi Nostradamusar, sem hér verður einkum gerður um um- talsefni: hann fór að spá. Því hefur verið haldið fram, að hann hafi við spádóma sína notað alls konar töfra og galdra, setið á þrífættum stól og notað gamlar galdrabækur, eins og sagt var um Faust. Þó að hann hafi sjálf- sagt eitthvað gluggað í þess- konar skræður, afsannar hann sjálfur þessar getgátur. 1 fyrsta lagi var hann sanntrúaður ka- þólikki, en þeim er, eins og allir vita, bannað að fást við slíkt, og í öðru lagi skrifaði hann í formála að spádómsbók sinni — formála, sem stílaður er til son- ar hans, Cæsars: ,,Ég sárbæni þig að fást ekki við þesskonar heilabrot, sem valda því að lík- aminn visnar og sálin tortímist . . . Margar bækur, sem faldar 0
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.