Úrval - 01.08.1955, Side 43
FRAMTlÐIN — OPIN BÓK?
41
•us — Michel de Nostradamus,
og fæddist í desember 1503 í St.
Rémy, smábæ í Provencehéraði
í Frakklandi. Fjölskyldan var
af gyðingaættum og hafði
skömmu áður gerzt kristin. Fað-
ir hans var skjalaritari og afi
hans, Pierre de Notre Dame,
hirðlæknir René hins góða, kon-
ungs af Navarra.
Góðir hæfileikar Michels komu
í ljós þegar á uppvaxtarárun-
um —■ á sumum sviðum var
hann blátt áfram snillingur —
og það var því ákveðið, að hann
skyldi nema við háskólann í
Avignon. Seinna, eftir að hann
hafði ákveðið að lesa læknis-
fræði, fór hann til Montpellier,
en þar var á þeim tímum bezti
læknaskóli landsins (þar voru
krufin lík þegar árið 1366 —
en jafnvel á dögum Nostradam-
usar var slíkt fátítt annars-
staðar).
Nostradamus varð brátt einn
af duglegustu nemendum há-
skólans, en var jafnframt eink-
ar vel að sér í himneskum fyrir-
brigðum: gangi stjarna og plán-
eta ■—■ og áhrifum þeirra á líf
mannanna. Áhugi á þessum fyr-
irbrigðum var ekki einsdæmi á
þeim tímum, þegar stjörnuspeki
og önnur yfirnáttúrleg vísindi
stóðu með miklum blóma. I Par.
ís einni voru um 30.000 stjörnu-
spekingar, spámenn, töframenn
og gullgerðarmenn — auk
þeirra, sem fastráðnir voru við
hirðina. Hlutverk hirðstjörnu-
spekinganna var m. a. að lesa
úr stjörnunum forlög konung-
legra persóna.
En Nostradamus ætlaði að
verða læknir, og það varð hann.
Frægð sína sem læknir hlaut
hann þegar hinar miklu pestir
geisuðu í Suðurfrakklandi. Hver
borgin á fætur annarri gerði boð
eftir honum — og árum saman
var hann á sífelldu ferðalagi —
elskaður af fólkinu, sem hann
læknaði og illa séður af starfs-
bræðrum sínum.
Eftir tíu ára flakk ákvað
hann, árið 1547, að finna sér
fastan samastað og festa ráð
sitt. Hann valdi sér smábæinn
Salon í Provence.
Um þetta leyti hófst sá tími
á ævi Nostradamusar, sem hér
verður einkum gerður um um-
talsefni: hann fór að spá. Því
hefur verið haldið fram, að hann
hafi við spádóma sína notað alls
konar töfra og galdra, setið á
þrífættum stól og notað gamlar
galdrabækur, eins og sagt var
um Faust. Þó að hann hafi sjálf-
sagt eitthvað gluggað í þess-
konar skræður, afsannar hann
sjálfur þessar getgátur. 1 fyrsta
lagi var hann sanntrúaður ka-
þólikki, en þeim er, eins og allir
vita, bannað að fást við slíkt,
og í öðru lagi skrifaði hann í
formála að spádómsbók sinni —
formála, sem stílaður er til son-
ar hans, Cæsars: ,,Ég sárbæni
þig að fást ekki við þesskonar
heilabrot, sem valda því að lík-
aminn visnar og sálin tortímist
. . . Margar bækur, sem faldar
0