Úrval - 01.08.1955, Síða 48

Úrval - 01.08.1955, Síða 48
46 ÚR VAL um jafnvel enn meira tjóni en ótrúmennska. Peningar eru ill nauðsyn — eða góð — allt eftir því hvort menn hafa þá eða ekki. En væri ekki betra að ræða þau mál æsingalaust og í vinsemd í stað þess að vera með ásakanir: „Þú elskar mig ekki lengur, úr því að þú vilt ekki lofa mér að kaupa þetta eða hitt“ — eða — ,,þú getur ekki neitað þér um neitt mín vegna.“ Svo koma börnin, sem eru fagnaðarefni í sérhverju hjóna- bandi, þangað til skoðanir taka að skiptast um uppeldi þeirra. Við skulum ekki tala um það grundvallaratriði í öllu uppeldi, að foreldrarnir mega ekki láta barnið finna, að þau greini á um uppeldi þess, þótt þau deili um það í einrúmi. Hitt er ég sannfærð um, að börnin njóta meira öryggis á heimilinu, ef þau finna að foreldrarnir eru vinir, heldur en þó að með þeim séu heitar, ástríðufullar ástir. Það greip mig löngun til að ræða þessi mál við unga nútíma- konu, og ég fór á fund leikkon- unnar Evu Dahlbeck, sem um þessar mundir nýtur fágætra vinsælda. „Vinátta í hjónabandinu,“ segir hún hugsi, „já, auðvitað er hún nauðsynleg, en hún ein nægir þó aldrei. Samlífið er stöðug ölduhreyfing, öldufald- ar og öldudalir skiptast á, og er það ekki einmitt þessi breyti- leiki, sem gerir hana heillandi? Ég er sammála því, að þegar lægðir eru í sambúðinni sé vin- áttan nauðsynleg, vitundin um, að hjónin vilji alla tíð hvort öðru vel, vilja hjálpa hvort öðru, styðja og vernda. Það býr ótrúlega rík þörf í karlmann- inum að láta til sín taka. Þetta er eitt af sérkennum hans, sem við verðum að sýna skilning. Konan verður stöðugt að upp- örva og styðja sjálfskennd hans, einkum ef svo ber til, að hún hlýtur viðurkenningu eða frægð á einhverju sviði. Þessi frum- stæða sjálfshafningarþörf er ekki eins rík í konum. En þar fyrir mega þær ekki láta troða sig niður. Ég þekki ekkert jafnauðmýkjandi og konu, sem er svo þrúguð af ráðríkum eig- inmanni, að segja má að hún hafi glatað persónuleika sínum.“ Það er staðreynd, að ástríða sem kviknar milli tveggja ein- staklinga, leiðir þá oft á villi- götur. Líkamlegt aðdráttarafl eitt saman nægir ekki til að gera hjónaband hamingjusamt. Ég höfða til Evu um þetta at- riði, og hún, sem sjálf geislar frá sér svo miklum heilbrigð- um kynþokka, veit, að sam- stilling á þessu sviði nægir ekki ein saman til þess að skapa full- komið samlíf. „En þó verður það að vera til staðar,“ segir hún, „þetta óskilgreinanlega, sem laðar tvær manneskjur hvora að annarri. Ég hef ekki mikla trú á hinni leiðinni, að upp af vináttu spretti dýpri tilfinningar, þ. e.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.