Úrval - 01.08.1955, Síða 49
VINÁTTA MEÐAL HJÓNA
47
ást. En auðvitað verða hjón að
geta tekið þátt í áhugamálum
hvors annars, eða að minnsta
kosti virt þau. I mínum augum
er ástúðin þó mikilvægust —
meira virði en allt annað. Löng-
unin til að vilja fyrir alla muni
vernda þann, sem maður elskar,
frá öllu illu, frá því sem særir
hann og veldur honum tjóni.
Að uppfylla þessa þörf er fyrir
mig mikilvægast af öllu í hjóna-
handinu — og máttu kalla það
vináttu ef þú vilt fyrir mér.“
Ég hef séð mörg hjónabönd,
í upphafi byggð á vináttu, sem
orðið hafa sérlega hamingju-
söm. Vegna þess að vonirnar og
kröfurnar voru ekki í upphafi
óhóflegar, urðu vonbrigðin aldr-
ei mikil. Þetta hafa verið þrosk-
aðir einstaklingar, sem gátu
spurt sjálfa sig, hvað hef ég að
gefa? Get ég leitt hann eða
hana áfram? Skil ég hann?
Éiginleika hans, uppeldi hans,
hæfileika hans? Get ég, hvað
:sem á dynur, verið vinur hans,
sem hann getur treyst og leitað
álits hjá, tryggur félagi hans
— og ef til vill einnig ástmey
hans?
Sumum kann að virðast þetta
óskadraumar, sem aldrei geti
orðið að veruleika. Látum svo
vera. En það getur aldrei sak-
að þó að við hugleiðum þessi
mál. Því að ekkert er jafnþrosk-
andi fyrir manninn og samlíf
við annan einstakling. Það er
ekki ætlunin, að hjónabandið
sé einskonar uppeldisstofnun
þar sem annar aðilinn gerir
sífellt kröfur til, að hinn lagi
sig eftir honum. Það er gagn-
kvæmt samkomulag, sem miðar
að því að þroska og bæta báða
aðila. Komi það fyrir, að upp
skjóti kollinum hugsunin: hefði
ég ekki hana að dragast með,
eða þyrfti ég ekki alltaf að taka
tillit til hans, mundi allt vera
miklu betra, þá verðum við að
reyna að finna það, sem við
teljum að nokkru sé fórnandi
fyrir, og meta að verðleikum
þau gæði að hafa við hlið sér
manneskju, sem er vinur á
hverju sem gengur. Manneskju,
sem að vísu hefur valdið okkur
sorg og jafnvel sárum vonbrigð-
um á ýmsum sviðum, en sem við
vitum þó að vill okkur vel og
við getum treyst hvað sem á
dynur.
Við höfum aldrei verið eins
góðir vinir eins og síðan við
skildum.
Hversvegna ekki löngu áður
en svo langt var komið? Þá
hefði lífið kannski orðið bæði
auðugra og gjöfulla.