Úrval - 01.08.1955, Side 54
52
ÚR VAL
er áttu þarna heima. Þessir
menn voru síðar handteknir,
játuðu á sig sökina og voru
dæmdir í ævilangt fangelsi.
Eitt sinn gerðist það í Cook-
townhéraði, N.-Queenslandi, að
einhver óþekktur maður rændi
gulli úr gullnemaþorpi við Pal-
merá. Slóð hans var rakin þar
til skýfall þurrkaði út öll um-
merki. Lögreglan hætti þá eft-
irförinni og lögreglumaðurinn
og aðstoðarmaður hans sneru
aftur til Cooktown.
Tíu dögum seinna var blökku-
maðurinn, sem rakið hafði slóð
gullræningjans sendur á póst-
húsið í Cooktown í erindum lög-
reglunnar. Hann kom aftur um
hæl með miklum asa og sagði þá
frétt, að hann hefði fundið spor
nærri pósthúsinu, er væru ná-
kvæmlega eins og spor gullræn-
ingjans; samskonar hlífðarjárn
voru á hælunum eins og hjá
gullræningjanum.
I fylgd með lögreglumönnum
fór blökkumaðurinn á staðinn
þar sem hann hafði rekizt á
sporin, og þaðan rakti hann
slóðina til gistihúss eins í um
þrjú hundruð metra fjarlægð.
Lögreglan fann manninn í her-
bergi hans, þar sem hann beið
eftir komu strandferðaskips, er
átti að fara frá Cooktown um
kvöldið! Hann var tekinn til
yfirheyrzlu og leitað í farangri
hans, og fannst gullið þar falið
í fatnaði mannsins. Fékk hann
sjö ára fangelsi fyrir gullránið.
Ferilskyggnir blökkumenn
hafa, auk þess að hjálpa lög-
reglunni við að upplýsa glæpi,
einnig bjargað mannslífum svo
hundruðum skiptir — körlum,
konum og börnum, sem hafa
villzt í kjarrskógunum og ella
verið bani búinn.
Þegar ferilrekjarnir eru
ekki að starfa að sérgrein sinni,
hafa þeir á hendi ýmiskonar
snattstörf við lögreglustöðvarn-
ar, eins og t. d. að gæta hesta
(víðast er löggæzlan þarna
framkvæmd á hestbaki) og sjá
um hesthúsin. Laun þeirra eru
ekki há, á mælikvarða hvítra
manna, en þeir lifa einföldu lífi
og leggja lítið í kostnað í því
efni, svo að launin eru „stór-
fé“ í þeirra augum og þeir
leggja árlega fyrir talsvert fé,
jafnvel á mælikvarða hvítra
manna.
Ó. iSv. þýddi.
d d d
Dyrabjöllunni hjá frú Jensen er hringt og hún fer til dyra.
Fyrir utan er maður, sem spyr, hvort hún vilji ekki láta eitt-
hvað af hendi rakna til hins nýstofnaða drykkjumannahælis.
Frú Jensen bítur á jaxlinn og segir byrst:
„Jú, þið getið fengið Jensen!"
— Storm-Petersen.