Úrval - 01.08.1955, Page 55
Ellirannsóknir eru nú inikið stundaðar.
Hér greinir frá merkilegum til-
raunmn í þessari grein.
Merkilegar ellitilraunir.
Grein úr „Vor Viden“,
eftir Henry Olsen.
Ö að meðalaldur mannsins,
sem fyrr á tímum var að-
eins um 25 ár og jafnvel um
aldamótin 1900 ekki nema 50
ár, sé nú orðinn nærri 70 ár,
er ekki þar með sagt, að gam-
alt fólk nú á tímum verði miklu
eldra en áður fyrr. Það er eink-
um dánartala barna og ungl-
inga, sem hefur lækkað og er
það mest að þakka framförum
í heilsuvernd og læknisfræði.
Fleiri komast því á elliár nú
en áður.
Þessi þróun hefur haft í för
með sér, að ellirannsóknir —
gerontologi eins og þær nefnast
á máli vísindanna — hafa
á undanförnum árum farið mjög
í vöxt.
Þungamiðja þessara rann-
sókna er spurningin: Hvaö er
í því fólgi'ð að eldast? Menn
geta sjálfsagt orðið á einu máli
um það, að aldur sé ekki alltaf
hægt að mæla í árum eða öðr-
um tímaeiningum, heldur verði
oft að meta hann eftir starfsemi
líffæranna, og er þá talað um
líffræðilegan (biologiskan) ald-
ur. Sumt fólk er orðið gamalt
þegar á unga aldri, og aðrir
eru ungir þrátt fyrir háan ald-
ur! Einnig mun það vera al-
menn skoðun, að samband hljóti
að vera milli ellihrörnunar og
þverrandi mótstöðuafls gegn
sjúkdómum og annarri áreynslu.
Gamalt fólk deyr úr einhverju,
það deyr ekki aðeins úr elli.
Af þessu draga sumir þá á-
lyktun, að ellihrörnun sé fyrst
og fremst breytingar í æðum og
stoðvef, en það eru til margar
lífverur, sem hvorki hafa æðar
né stoðvef — og eldast þó. Aðr-
ir telja, að líkaminn eldist af
því að frumur hans slitna —
á sama hátt og bílar og skór.
En líkaminn heldur áfram að
endurnýja og byggja upp frum-
ur sínar á meðan hann lifir
(þetta er raunar grundvallar-
munurinn á lifandi vef og dauð-
um), og er því nærtækara að
álykta, að meginorsök ellihrörn-
unarinnar sé þverrandi hæfileiki
líkamans til að endurnýja frum-
ur sínar.
Eitt virðist augljóst: á með-
an frymið vex, fær það ekki á
sig ellimörk, en af því leiðir,