Úrval - 01.08.1955, Síða 73

Úrval - 01.08.1955, Síða 73
ÞAR SEM FAÐIRINN ER LEIKBRÓÐIR BARNANNA 71 orðna fólkið sig ströngumsjálfs- aga í hlýðni við kröfur ætt- flokksins og njóta mjög tak- markaðs persónulegs frelsis. En þegar nóttin breiðir slæðu sína yfir eyjarnar, og lónið er merlað í mánasilfri, opnast lind- ir lífsgleðinnar. Það er sungið og dansað og náttúrufegurðin og yndislegt loftslagið skapa rómantíska umgjörð um ástar- ævintýri unga fólksins. Ástar- líf unga fólksins er í fyrstu eink- ar frjálst, það flögrar eins og býflugur blóm af blómi, en smám saman verða tilfinning- arnar alvarlegri og dýpri og kynnin varanlegri, unz úr þeim verður hjónaband, sem hvað trúmennsku snertir stendur ekki að baki vestrænum hjónabönd- um. En hversvegna giftast Trobriandar? Malinowski til- færir eftirtaldar ástæður: hjá elskendunum vaknar sterk löng- un til varanlegrar sambúðar, er njóti blessunar samfélagsins. Það er ekki hægt að eiga börn án þess að um sé að ræða var- anlega sambúð með eiginleikum fjölskyldulífs, og Trobriandar hafa yndi af börnum. Auk þess fylgja hjónabandinu ýmsir efna- legir kostir: gjafir frá ættingj- um og vinum og varanleg aðstoð frá fjölskyldu konunnar. Loks er karlmaður ekki talinn full- orðinn og hlutgengur til þátt- töku í málefnum ættflokksins fyrr en hann hefur eignast fjöl- skyldu. Ýmsum hefur orðið mjög tíð- rætt um hið frjálsa ástarlíf Trobrianda og mæla eindregið með því að samskonar frelsi verði innleitt hjá okkur. Þess ber þó að gæta í því sambandi, að Trobriandar eiga sér þrosk- aðar siðgæðisreglur, og þó að þær séu að ýmsu leyti frá- brugðnar siðgæðisreglum okkar, eru þær þeim jafndýrmætar og okkar reglur eru okkur. Trobri- andar eðla sig ekki af handa- hófi eins og dýr. Þeir telja ó- siðlegt að vera í ástarkynnum við fleiri en eina stúlku í einu, og hjónabandssiðgæði þeirra er nánast strangara en hjá okkur. Hugmyndir þeirra um siðsemi og hreinleik eru ákaflega þrosk- aðar; þó að þeir klæðist ekki öðru en lendaklæði, það er talið dónalegt, ef kynfærin eru ekki vel hulin. Athuganir á lifnaðarháttum Trobrianda varpa ljósi á þá kenningu sálkönnuða, sem gerir ráð fyrir, að fiölskyldulífið sem slíkt valdi óhjákvæmilega á- rekstrum sérstakrar tegundar í sambúð foreldra og barns, hinni svokölluðu Ödipusduld, sem samkvæmt kenningum Freuds mótar viðhorf barnsins seinna á ævinni til hins gagnstæða kyns, elur af sér dulvitaðar, fjandsamlegar og óttablandnar tilfinningar og hefur þannig mjög víðtæk áhrif á persónu- myndunina. Ödipusduldin er í stuttu máli þannig tilkomin, að þegar svein- barn er snögglega svift móður-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.